Úkraínu skipt milli ESB og Rússlands

frettinPáll Vilhjálmsson, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Rússneskt tilboð til Olaf Scholz kanslara Þýskalands og Evrópusambandsins er rætt í þýskum fjölmiðlum. Die Welt segir frá tillögu Dmitri Medvedev fyrrum forseti og forsætisráðherra Rússlands að Úkraínu verði skipt á milli Evrópusambandsins og Rússlands.

ESB-ríki eins og Pólland og Ungverjaland gera landakröfu á úkraínskt land, þótt ekki fari það hátt. Sameiginleg krafa Bandaríkjanna og ESB er að Rússar hætti stríðsátökum og kalli herlið sitt heim frá Garðaríki.

Ef ekki verði samið um skiptingu Úkraínu, segir Medvedev, mun stríðið standa yfir í mörg ár enn.

Að frumkvæði Bandaríkjanna hefur verið til umræðu að „frysta“ stríðið. Fyrirmyndin er Kóreu-stríðið á sjötta áratug síðustu aldar. Úr þeirri frystingu urðu til tvö ríki á Kóreuskaganum, kennd við höfuðáttirnar.

Bitamunur en ekki fjár er á skiptingu Úkraínu, samkvæmt tillögu Medvedev, og bandarískri frystingu. Eina spurningin er hvort einhver ríkisnefna verður eftir sem kallast Úkraína eða ekki.

Í viðtengdri frétt segir

Í viðtal­inu sagði Scholz að mark­mið hans væri að „styðja Úkraínu áfram” en „á sama tíma að koma í veg fyr­ir bein átök á milli NATO og Rúss­lands.“

Á beinnar íhlutunar Nató, þ.e. herja Bandaríkjanna og ESB, verður Úkraínu ekki bjargað. Ekki er vilji á vesturlöndum til beinna stríðsaðgerða gegn Rússlandi. Ergó: engin von er til þess að landamæri Úkraínu standi óbreytt.

Bandaríkin eiga minna í húfi í Úkraínu en Evrópusambandið. Flestir, sem fylgjast með umræðunni, gera ráð fyrir að stríðið færist neðar á forgangsröð bandarískra stjórnmála er nær dregur forsetakosningum þar í landi, eftir eitt og hálft ár.

Tillaga Medvedev spilar á veikleika Evrópusambandsins. Hernaðarmáttur Evrópu er bandarískur en Úkraína er fyrst og síðast evrópskt vandamál.

Án stórviðburða, s.s. afgerandi sigrum á vígvelli eða byltingum í Kænugarði eða Kreml, verður einhver útgáfa frystingar eða Medvedev-tillagna á dagskrá.

Skildu eftir skilaboð