Air France hætti styttri flugleiðum í staðinn fyrir fjárhagsaðstoð vegna Covid-19

frettinInnlendarLeave a Comment

Frakkland hefur samþykkt lög sem banna sumt innanlandsflug og hvetur ferðamenn til að ferðast með lest í staðinn. Samkvæmt nýju lögunum á að hætta flugi sem hægt er að skipta út fyrir lestarferð, sem er undir tveimur og hálfri klukkustund að lengd.

Bann við stuttu flugi varð að lögum á þriðjudag. Hins vegar hafði franska flugfélagið Air France þegar aflýst þremur flugleiðum sem þykja losa of mikið kolefni. Flugin eru frá flugvellinum Orly og fljúga til Bordeaux, Lyon og Nantes. Góðar lestarsamgöngur eru á milli þessara staða auk þess sem það tekur skemmri tíman að ferðast með lest en flugi á milli þessara staða, segir í CBS News.

Air France samþykkti að falla frá þessum flugleiðum í staðinn fyrir fjárhagsaðstoð vegna Covid-19 frá stjórnvöldum árið 2020.

Gagnrýnendur segja að bannið muni hafa óveruleg áhrif á kolefnislosun. Laurent Donceel, framkvæmdastjóri Airlines for Europe, sem er fulltrúi nokkurra flugfélaga, þar á meðal Air France, KLM, Lufthansa og Ryanair, vísaði lögunum á bug sem „táknrænu banni“. Hann sagði að stjórnvöld ættu í staðinn að styðja „raunverulegar og mikilvægar lausnir“ á kolefnalosun flugfélaga.

Skildu eftir skilaboð