40 lönd vilja ganga með í BRICS

Gústaf SkúlasonEfnahagsmál, Erlent1 Comment

Að sögn Grigory Karasin, formanns alþjóðanefndar Sambandsráðs Rússlands, hafa meira en 40 lönd lýst yfir áhuga á að taka þátt í alþjóðlegri efnahagssamvinnu BRICS-ríkjanna (Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Ameríka).  Samkvæmt Tass sagði hann eftir fund þingnefnda BRICS-ríkjanna um alþjóðamál í Moskvu:

„Meira en 40 lönd vilja slást í hópinn og löndum fjölgar áfram í þeim hópi í hverjum mánuði. Það sannar að hið frjálsa og sveigjanlega samstarf innan BRICS-ríkjanna er mjög aðlaðandi.“

Að sögn Karasin eru eru margir BRICS-meðlimir á sömu skoðun og Rússar, að samtökin þurfa ekki að flýta sér að samþykkja strangan sáttmála „í ljósi þess hversu öfugsnúið og jafnvel ögrandi Evrópusambandið starfar“ um þessar mundir. Karasin sagði:

„Enn sem komið er er það fullkomlega réttlætanlegt. Svo lengi sem framtíðin er björt fyrir alla meðlimi BRICS, þá mun fjöldi umsækjenda um aðild halda áfram að aukast.“

Vilja komast frá dollarnum sem greiðslumiðli

Karasin bendir á að fjármálaviðskiptakerfi BRICS var eitt af mikilvægustu málum sem meðlimir samtakanna ræddu og munu ræða nánar í framtíðinni:

„Mörg lönd spurðu beinlínis spurninga um afdollaravæðingu hagkerfisins þegar of mikil athygli beinist að dollaranum samtímis sem stórveldin hafa sinn eigin gjaldmiðil. Málið er mjög í deiglunni.“

Rússar tóku við formennsku í samtökunum 1. janúar 2024. BRICS hópurinn var stofnaður árið 2006 og samanstendur af Brasilíu, Rússlandi, Indlandi og Kína. Árið 2011 bættist Suður-Afríka í hópinn og S var bætt við skammstöfunina. Í dag hafa samvinnusamtökin tíu meðlimi eftir að Egyptaland, Íran, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Eþíópía urðu einnig aðilar. Argentínu var boðin aðild síðasta sumar en afþakkaði og kaus þess í stað að fjárfesta í auknu samstarfi við Bandaríkin og Nató. Yfirlýstur tilgangur BRICS er að skapa mótvægi við heimsyfirráð vestrænna ríkja.

author avatar
Gústaf Skúlason

One Comment on “40 lönd vilja ganga með í BRICS”

Skildu eftir skilaboð