FDA frestar ákvörðun um bólusetningu 12-17 ára vegna skoðunar á hjartabólgum

frettinErlent

Ákvörðun um hvort samþykkja eigi notkun bóluefnisins Moderna fyrir börn á aldrinum 12 til 17 ára hefur verið frestað á meðan bandarískir eftirlitsaðilar halda áfram að rannsaka hættuna á hjartavöðvabólgu sem lyfjafyrirtækið Moderna segir vera sjaldgæfa aukaverkun.

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) tilkynnti fyrirtækinu á föstudaginn sl. að skoðunin gæti staðið yfir fram í janúar, samkvæmt yfirlýsingu fyrirtækisins sem sagðist einnig ætla að fresta því að leggja fram beiðni um neyðarleyfi fyrir minni skammta af bóluefninu fyrir 6 til 11 ára börn.

Bóluefnið Moderna er framleitt með sömu tækni og Pfizer og eru svokölluð mRNA líftæknilyf.  En Pfizer hefur verið notað hér á landi fyrir aldurshópinnn 12 til 17 ára og til stendur að nota fyrir 6 til 11 ára. Þess má geta að 19 ára stúlka sem lamaðist hér á landi eftir örvunaskammt fékk bóluefnið  Moderna.

Heimild.