Hittu „forsetann Björn Ben“ í Bónus

frettinInnlendar

Það var mikið fjör um allt land á Hrekkjavökunni og hafa margir birt myndir af skrautlegum búningum.

Inni í íbúahópi Garðabæjar varð fremur skondinn ruglingur sem átti sér stað hjá krökkunum sem hittu Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, í verslun Bónus í Garðabæ. Töldu þau sig hafa hitt "forseta Íslands Björn Ben."

Bjarni Ben er sennilega hæstánægður með nýja titilinn, ekki er slæmt að vera talinn forseti Íslands.  Skiljanlegt er að krakkarnir taki þennan feil þar sem Bjarni hefur lengi verið nokkurs konar kóngur í Garðabænum.