Bóluefnatekjur Pfizer verða umtalsvert meiri en andvirði allra eigna lífeyrissjóða Íslands

frettinErlent

Á þriðjudaginn gaf lyfjarisinn Pfizer út söluspá sína fyrir árið 2022 sem er töluvert hærri en fyrri tölur og væntingar greinenda gerðu ráð fyrir. Áætlar félagið að selja bóluefnisskammta fyrir um 65 milljarða bandaríkjadollara á þessu ári og næsta eða um 8500 milljarða íslenskra króna. Sala Pfizer á bóluefninu verður umtalsvert meiri en andvirði allra eigna lífeyrissjóða Íslands.

Pfizer skiptir helmingi hagnaðar síns vegna bóluefnasölunnar með þýska lyfjaþróunarfélaginu BioNTech en verð hlutabréfa þess félags (BNTX) hefur yfir tvöfaldast á árinu.

Því er ljóst að fjárhagslegir hagsmunir þessara fyrirtækja eru gríðarlega miklir.

Athygli vekur að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar var spurður að því fyrir tæpu ári síðan hvort lyfjarisarnir væru ekki að fara hagnast verulega á þessu en hann taldi svo ekki vera og sagði að honum skildist á öll­um að það væri sam­ráð þess­ara fyr­ir­tækja um að selja ekki bólu­efn­in á þann hátt að þau græði á þeim mikið. Frek­ar að litið verði á þetta sem fram­lag iðnaðar­ins til heims­ins al­mennt. Menn þurfa ekki að engj­ast yfir þeim mögu­leika að lyfja­fyr­ir­tæk­in muni nota þetta til að ræna og rupla,“ sagði Kári. 

Reuters birti frétt um málið.