Hildur Lillendahl verkefnastjóri gæðamála borgarstjórnar kastar grjóti úr glerhúsi

frettinInnlendar

Það er óhætt að segja að verkefnastjóri gæðamála borgarstjórnar hafi kastað sprengjum nú í kvöld eftir fréttaskýringaþáttinn Kveik á RÚV. Tekið var viðtal við leikarann Þóri Sæmundsson sem hefur ekki fengið atvinnu eftir að upp komst að hann hefði sent typpamynd af sér til tveggja stúlkna sem sögðust vera 18 ára og höfðu sjálfar sent honum nektarmyndir. Eftir að hann sendi mynd á móti sögðust þær hafa náð honum og væru í raun 15 ára gamlar og má þá segja að stúlkurnar hafi villt á sér heimildir og lagt Þóri í gildru.

Málið komst svo upp stuttu síðar og var Þórir í kjölfarið rekinn úr Þjóðleikhúsinu.

Þórir segir í þættinum að það gæti hafa verið réttlætanlegt að reka hann úr Þjóðleikhúsinu vegna lauslætis og almenns dólgsháttar „sem einhvers konar dæmi fyrir okkur,“ segir hann.

„En fjórum árum seinna er ég allslaus og er ekkert að ýkja það,“ segir hann. „Ég á ekki neitt lengur og er stórskuldugur og fæ ekki að vinna fyrir mér og börnunum mínum.“ Hann segist finna til með þeim sem finnst þetta gott á hann.

Á sínum tíma ákvað Þórir að stíga fram í viðtali við DV og gera hreint fyrir sínum dyrum. Í viðtali Kveiks við Þóri kemur fram að hann hefur hvergi fengið vinnu eftir að mál hans kom upp og var hann meira að segja rekinn úr starfi rútubílstjóra eftir að vakin var athygli vinnuveitenda hans á gömlum fréttum af athæfi hans. Hefur hann þrautnýtt allan atvinnuleysisbótarétt en var fyrir fáum árum ein af vonarstjörnum íslenskrar leiklistar.

Í þættinum kemur fram að hann hafi ekki átt sér viðreisnar von eftir að hann viðurkenndi myndasendingarnar til ólögráða stúlkna. Hann stóð sjálfur í þeirri trú að stúlkurnar sem hann var að senda myndirnar til hafi verið lögráða. Hann viðurkennir engu að síður að þetta hafi verið dómgreindarbrestur af hans hálfu.

Einnig kemur fram að Þórir hafi sótt um á bilinu 200-300 störf frá því hann var rekinn frá Þjóðleikhúsinu en án árangurs. Hann hafi misst þrjú störf eða verkefni eftir að vinnuveitendur hans gúggluðu fréttir af honum.

Þátturinn hefur vakið upp hörð viðbrögð, þar á meðal frá verkefnastjóra Reykjavíkurborgar Hildi Lillendahl sem segir á Twitter: “

„Nei sorrí en HVAÐ Í ANDSKOTANUM? Ha? Er þetta í alvöru framlag RÚV til #MeToo?“

Margir taka undir með henni og gera gys að því að Þórir skuli vera eitthvað fórnarlamb og þurfi að gerast glæpamaður, hann hafi sent typpamyndir og einnig sent óviðeigandi skilaboð til samstarfskvenna áður en hann hafi farið í meðferð.

„Tjah fyrst fólk vill ekki hafa hann í kennslu eða ummönnun eða þjónustustörfum, þá bara neyðist hann til þess greyið.“ Segir einn netverjinn.

Óhætt er að segja að Hildur Lillendahl sem starfað hefur í áraraðir hjá Reykjavíkurborg hafi ollið mikilli úlfúð í samfélaginu þegar upp komst að hún hafi sent söngkonunni Hafdísi Huld hótunarskilaboð á Bland og gefið í skyn að það ætti að nauðga henni með tjaldhæl, en upp komst um málið þegar Hafdís kærði skilaboðin til lögreglu og IP talan var rakin hjá lögreglunni og í ljós kom að um var að ræða aðgang Hildi Lillendahl undir notandanafninu "NöttZ" á spjallsvæði Bland.

Hildur bar því hins vegar við að maðurinn hennar hefði komist í aðgang sinn á Bland og þessi skilaboð hefðu ekki komið beint frá henni. Hildur var starfandi hjá Reykjavíkurborg þegar atvikið átti sér stað. Ekki sá borgarstjóri þó ástæðu til að veita Hildi áminningu heldur hækkaði hann hana í tign stuttu síðar þar sem hún var gerð að verkefnastjóra borgarstjórnar og hefur starfað þar síðan.

Þá hafði Hildur einnig deilt skilaboðunum „Hver vill koma út að drepa?“ þar sem umræðuefnið var tónlist Hafdísar Huldar. Hildur gekkst við ummælunum og baðst afsökunar en sakaði jafnframt manninn sinn um að skrifa einhver af ummælunum.

Það er því óhætt að segja að verkefnastjóri gæðamála borgarstjórnar sé þarna að kasta steinum úr glerhúsi en margir hafa lýst vanþóknun sinni á ummælum hennar vitandi um fortíð hennar og framgang á internetinu á undanförnum árum sem getur ekki talist henni sjálfri til sóma hvað þá Reykjavíkurborg. Þetta er því ekki í fyrsta skipti sem Hildur veldur hneykslan og særindum á samskiptamiðlum, en athygli vekur einnig að ekki virðist skrifstofa borgarstjóra hafa neitt við hennar framferði að athuga.

Glöggur netverji gerði svo samantekt af nokkrum ummælum Hildar á undanförnum árum:

Hildur Lilliendahl verkefnastjóri á skrifstofu Reykjavíkurborgar sagði á netinu: „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ „Hver vill koma út að drepa?“ „Nennir einhver að berja hana fyrir mig?“ „Er Svanhildur Hólm virkilega svona feit?“„Helvítis mellan sagði að ég væri með sigin brjóst. Hún er réttdræp fyrir mér.“ „Mig langar svo ofboðslega að drepa þennan mann með hamri að það er vandræðalegt. Hildur fékk viðurkenningu frá Degi B Eggertsyni borgarstjóra fyrir frábær störf í þágu Reykjavíkurborgar Fékk áður viðurkenningu frá Stígamótum fyrir baráttu gegn kvennakúgun á netinu. Hildur fékk verðlaun frá DV sem feministi ásins.

Twitter færslu Hildar má sjá hér að neðan.