Reynir Bergmann lendir í ,,nornaveiðum“ frá öfgakonum

frettinInnlendar

Reynir Bergmann áhrifavaldur og eigandi Vefjunnar hefur að undanförnu lent í illskeyttum árásum frá konum sem tengdar eru m.a. hópnum Öfgar.

Konur þessar telja sig boðbera frelsis og segjast berjast gegn kvenfyrirlitningu og fordómum. Það sýnist þó á öllu að þær misskilji tilgang sinn sem virðist hafa snúist upp í andhverfu sína. Þær standa í það minnsta undir nafni með því að kalla sig öfgakonur.

Margar konur hafa nýverið fordæmt aðferðarfræði þeirra sem virðist snúast að mestu um að knésetja karlmenn og gera úr þeim einhverskonar ófreskjur og nauðgara. Þessu er aðallega beint gegn frægum mönnum í samfélaginu.

Reynir tengir þessar árásir við stöðuuppfærslu um vændiskonur í tengslum við mál Sölva Tryggvasonar og uppskar Reynir mikla vanþóknun fyrir, en Reynir tók þó færsluna fljótlega út og baðst afsökunar á henni. Árásunum hefur þó ekki linnt að hálfu kvennanna eftir umrædda stöðuuppfærslu.

Reynir birti skjáskot af skilaboðum sem send voru konu sem hann hafði sofið hjá fyrir mörgum árum. Konan var spurð í einkaskilaboðum út í samskipti hennar og Reynis og hvort hann hefði verið vondur við hana. Spyrjandinn segist nefnilega hafa sjálf lent í alvarlegri nauðgun. Konan svarar að svo sé ekki og að henni (spyrjandanum) hljóti nú varla að koma við hverjum hún hefur sængað hjá.

Stöðuuppfærslu Reynis má sjá hér neðar: 

Reglulega fæ ég skilaboð í þessum dúr frá gömlum vinkonum sem ég hef sofið hjá einhvertímann á lífsleiðinni… þar sem þær eru spurðar um kynlífið með mér eða hvort við höfum sofið saman 🤦‍♂️
Btw: Var reyndar búinn að gleyma þessum þríleik eða “getnað” eins og hún orðar þetta að beiðni sendanda strokaði ég yfir eftirnafnið.

Eitt málið gekk svo rosalega langt að það var verið að reyna að fá konu sem ég svaf hjá nokkrum sinnum til að koma fram í podcastþætti sem var klárlega settur upp til að taka mig af lífi (vegna orða sem ég sagði óhugsað fyrir nokkrum mánuðum og baðst strax afsökunar á) með sameiginlegu átaki nokkurra aðila og blaðamanns.

Og átti hún að segja að ég hafi nauðgað sér og ef ég hefði verið henni reiður áttu menn að stúta mér (hún átti að fá fullt backup). Það var þjarmað svo að henni að hún hringdi í mig hágrátandi og sagðist næstum hafa trúað þessu upp á mig því ,,mind fokkið" og sannfæringarkrafturinn væri svo rosalegur. Èg á öll þessi skjáskot frá henni  af skilaboðum sem henni var sent og í þeim kemur fram m.a:

Ekki vera gerandameðvirk.

Þú varst á slæmum stað í lifinu.
Þú varst ekki þú sjálf.
Þú varst fórnalamb.
Sérðu eftir þessu í dag?
Hann hatar konur og fannst þú pottþétt bara drusla.
Gaf hann þér dóp.
Við bökkum þig upp.
Það þarf að finna eitthvað á hann.
Verðum að takan niður hann er með svo stórt platform og miklar skoðanir.
Við þurfum þína hjálp.
Vefjan verður að fara á hausinn.
Hann vill þér pottþétt ekkert gott.
Við munum styðja þig alla leið.

Þú hefur okkur að.

,,Þessi stelpa er btw ennþá rosalega góð vinkona mín og stóð ég þétt við bakið á henni þegar hún lenti í alvarlegri nauðgun sem hún kærði árið 2004. Og næstum því var þessi stelpa bara komin fram í podcasti og ásaka mig um það sama vegna þrýstings og heilaþvotts."

Þetta verður að fara að stoppa og við þurfum öll að fara að vinna saman að betra Íslandi áður en einhver lætur lífið. - Gerandi Þolandi Börn Makar Fjölskyldur.