Forsætisráðherra Nýja Sjálands slítur blaðamannafundi – fékk ,,dónalegar“ spurningar

frettinInnlendar

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, hélt blaðamannafund utandyra fyrir stuttu í Northland, norðurhluta landsins. 

Forsætisráðherrann og Māori-Crown samskiptaráðherrann Kelvin Davis voru á svæðinu til að skoða skipulag bólusetninga og ræddu við fjölmiðla.  Ardern svaraði spurningum fréttamanna og sagði að hún hefði séð marga fara í bólusetningu. Hún sagði að allir væru algjörlega á sömu blaðsíðu með að keyra áfram bólusetningar í landinu og gera allt sem hægt er til að ná fólki sem þarf að ná í.

Ráðherrann fékk spurningu frá blaðamanni sem virðist miðað við viðbrögð Ardern hafa verið frá fjölmiðli sem ekki væri opinberlega viðurkenndur" (e. accredited media).

„Herra, ég ætla að svara spurningum viðurkenndra fjölmiðla,“ sagði Ardern.

Maðurinn hélt áfram að spyrja Ardern: „Af hverju virkar bóluefnið ekki í Ísrael? Og þú ert enn að þrýsta á bólusetningar."

„Herra minn, ég mun slíta blaðamannafundinum ef þetta heldur áfram," sagði ráðherrann.

Ardern segir við manninn að hann sé dónalegur og hann svarar: „Það er dónalegt að ljúga að almenningi á Nýja Sjálandi."

Frú Ardern sleit síðan blaðamannafundinum og sagðist þurfa að fara á klósettið og bætti við að fundurinn gæti haldið áfram innandyra fyrir meðlimi safnsins (þar sem fundurinn var haldinn utandyra) þar sem því miður væri verið að trufla blaðamannafundinn.

Upptöku af fundinum má sjá hér: