Andstaðan við skyldubólusetningar í Bandaríkjunum fer vaxandi. Íbúar í Kentucky hafa nú boðað til mótmæla:
,,Taktu þátt í mótmælum 6. nóvember n.k., í Veterans Memorial Park, gegn skyldubólsetningum vinnuveitenda og skóla í Kentucky, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
,,Sífellt fleiri vinnuveitendur í Kentucky skylda starfsfólk sitt í bólusetningu og Louisville virðist vera staðurinn þar sem þetta allt byrjar. Flugfélög, sjúkrahús og framleiðslufyrirtæki eru öll undir þrýstingi frá stjórnvöldum til að að leggja skylduna á starfsmenn sína. Við verðum að berjast á móti og láta atvinnurekendur vita að þeir verði að spyrna við fótum, fyrirtækja sinna vegna. Skyldan í skólum heldur áfram og við þurfum að mótmæla."
Meðal fyrirlesara eru: Savannah Maddox þingmaður í Kentucky, Andrew Cooperrider fyrirtækjaeigandi, starfsmenn General Electric, starfsmenn flugfélaga, sjúkrahúsa og skóla."
Hér er auglýsingin fyrir viðburðinn: