Er fasismi rísandi á Íslandi? – Ásakar óbólusetta um morðtilraun

frettinPistlar

Það er óhætt að segja að þörf sé á að spyrja sig hvort fasismi sé rísandi í íslensku samfélagi á meðal bólusettra sem virðast telja Covid bólusetningar hina einu töfralausn.

Í facebook hópnum Brjóstvit er hópur kvenna sem telur 6500, setti Vigdís María Torfadóttir inn færslu og sagðist hafa tekið leigubíl hjá Hreyfli eftir vinnudjamm. Eftir spjall við bílstjórann hafi hún komist að því að hann væri óbólusettur og ætli ekki að láta bólusetja sig. Það stóð ekki á óánægju Vigdísar og lætur hún að því liggja að hún hafi verið sett í hættu í þessar rúmlega 30 mínútur í leigubílnum og gefur í skyn að hún vilji helst merkta bíla sem sýna hvort viðkomandi bílstjóri sé bólusettur eða ekki.

Ingibjörg N Frið tekur til máls en samkvæmt fésbókarsíðu hennar starfar hún sem rithöfundur. Ingibjörgu virðist heitt í hamsi og svarar að: ,,hún hefði orðið brjáluð af reiði, þar sem hún telst vera í áhættuhópi og segir að óbólusett fólk eigi ekki að fá að vinna við þjónustustörf og í hennar huga sé svona hegðun ekkert annað en morðtilraun! ... og að hennar skoðun muni ekki breytast, sama hvað fólk segir.

Ingiríður Halldórsdóttir skerst svo í leikinn og segir að það sé lágmark að leigubílastöðin skutli heimaprófi til Vigdísar og ekki sé boðlegt að leggja farþega í svona mikla hættu, mikið sé af eldra fólki og viðkvæmum hópum sem nýti sér þjónustuna og þetta fólk sé ekki líklegt til að passa upp á sóttvarnir.

Það verður að segjast að þessar ágætu konur virðast í það minnsta illa upplýsar, því hvergi hefur komið fram eða vísindalega rökstutt að óbólusettir séu meira smitandi og það hefur margoft komið fram að bólusettir smita ekki síður útfrá sér, Már Kristjánsson yfirlæknir sóttvarnadeildar hefur meðal annars lýst því yfir að bólusettir smiti allt að sex manns því ættu þessar óupplýstu konur að hræðast hina bólusettu ekki síður, ef ekki meira. Már Kristjánsson sagði orðrétt: „Við erum að sjá það núna að það eru einstaklingar sem ekki hafa verið sjáanlega fyrir mikilli útsetningu, þeir eru fullbólusettir en engu að síður geta þeir smitað upp í sex manns í kringum sig,“ segir Már.

Skjáskot af umræðunum má sjá hér að neðan.


ImageImageImage