Eldri manni vísað út með offorsi í Nettó á Egilsstöðum vegna grímuskyldu

frettinInnlendar

Maður sem búið hefur á Egilsstöðum í áratugi og verið dyggur viðskiptavinur verslunarinnar Nettó í bæjarfélaginu lenti í  heldur óskemmtilegri uppákomu þegar hann kom við í búðinni í gær. Maðurinn sem ekki var meðvitaður um að grímuskylda væri aftur komin á í búðinni hafði tekið sér körfu og sett í hana einn mjólkurpott þegar afgreiðslukona gekk upp að honum með miklum látum og öskraði ,,grímuskylda!" .

Í viðtalið við blaðamann fréttarinnar, segir maðurinn:

,,Ég sagði þeim að ég myndi grípa með mér eitt vítamínglas og kæmi mér svo út. Náði í vítamínið og hraðaði mér svo að sjálfsafgreiðslukassa, þegar þriðji starfsmaðurinn veittist að mér með miklu offorsi. Urðu við hana nokkur orðaskipti og sýndi hún mér sem tryggum viðskiptamanni hjá Nettó á Egilsstöðum í áratugi, mikinn yfirgang, sem endaði með því að hún reif af mér körfuna við sjálfsafgreiðslukassann. Fyrir utan það, þá þverbraut hún nálgunarregluna við mig (einn eða tveir metrar) margsinnis. Gekk hún svo  á eftir mér út með ókvæðisorðum og bannaði mér að koma og versla í Nettó aftur."

Einungis voru fáeinar hræður í versluninni sem er í stærri kantinum og því ekki hægt að segja að nein ógn hafi stafað af manninum, enda segja núgildandi sóttvarnarlegur að einungis sé grímuskylda ef ekki næst að halda eins metra nálægðarmörkum. Enginn stóð svo nálægt manninum, fyrir utan sjálfan starfsmanninn, og verður því að spyrjast hvort verslanir séu farnar að búa til sínar eigin sóttvarnarreglur, umfram þær sem yfirvöld setja.

Þess má geta að ekkert smit hefur greinst á Egilsstöðum í langan tíma.

Maðurinn fór út úr versluninni eftir að vera rekinn þaðan út með skít og skömm en þegar hann kom aftur og þá með grímu, mætti umræddur starfsmaður og ítrekaði að hann væri ekki velkominn og mætti ekki versla þar meir.

Blaðamaður hjá Fréttin.is hafði samband við verslunarstjóra Nettó á Egilsstöðum til að spyrja út í atvikið.  Verslunarstjórinn viðurkenndi að starfsmaðurinn hafi sagt manninum að hann mætti ekki versla þar framar og að þetta hafi verið of langt gengið hjá starfsmanninum. Spyr blaðamaðurinn þá verslunarstjórann hvort starsfsmaðurinn fengi áminningu og svaraði hann því játandi. Einnig sagðist verslunarstjórinn hafa gefið manninum leyfi til að versla áfram í búðinni.  Hann  bætti því líka við að í öllum verslunum Nettó væri grímuskylda sem væri með eigin reglur, umfram þær sem heilbrigðisyfirvöld setja.