15 liggja nú á spítala vegna Covid – 2/3 er bólusettur og þrír í öndunarvél

frettinInnlendar

Fimmtán liggja nú á Land­spít­ala vegna Covid-19. Þrír eru á gjör­gæslu, all­ir í önd­un­ar­vél.

10 af þessum 15 manns eru fullbólusettir. Þetta kem­ur fram á vef spít­al­ans. Meðal­ald­ur þeirra sem liggja inni er 59 ár. Þá eru 1.359 sjúk­ling­ar, þar af 324 börn, á COVID göngu­deild spít­al­ans.

Athygli vekur að Landspítali neitar að gefa upp hvort þessir þrír sem eru í öndunarvél á gjörgæslu séu bólusettir eða ekki. Spítalinn setur hinsvegar upp töflu sem má sjá hér að neðan, þar sem stendur að "upplýsingar um bólusetningu færri en fimm sjúklinga í tilteknum hópi eru ekki gefnar upp."

Verður því að spyrjast afhverju er verið að leyna þessum upplýsingum sem ekki er hægt að persónugreina og hvaða tilgangi slíkur feluleikur þjóni.  Ættu þessar upplýsingar eðli málsins samkvæmt ekki að vera aðgengilegar almenningi, því þetta er jú lýðheilsumál er varðar alla þjóðina?

Blaðamaður hjá Fréttinni hefur reynt að ná í Andra Ólafsson upplýsingafulltrúa LSH til að spyrja nánar út í málið en án árangurs, hann svarar heldur ekki fyrirspurnum í gegnum tölvupóst.


Image