Inga Sæland er langt frá því að vera sátt með heilbrigðisráðherra ef marka má nýjustu færslu hennar á facebook. Inga segir sýndarmennsku og hænuskref einkenna varnarbaráttuna. Inga segir einnig að aldrei frá upphafi þessa heimsfaraldurs hefur staðan verið eins alvarleg og nú. Hin margumtalaða bólusetning sem miklar vonir voru bundnar við, hefur svo langt frá því skilað þeim tilætlaða árangri sem að var stefnt var að.
Þá segir Inga einnig að flestir hafi viljað axla ábyrgð, farið í bólusetningu og orðið misveikir eftir tilraunalyfið. "Við hefðum þó lang flest sætt okkur við það ef um raunverulega vörn hefði verið að ræða gegn veirunni. En nei við smitumst engu að síður, við smitum aðra en veikjumst ekki eins alvarlega þegar við smitumst af veirunni eins og rannsóknir benda til," segir Inga.
Pistilinn í heild sinni má lesa hér að neðan.