Yngsti nóbelsverðlaunahafinn genginn í hjónaband

frettinErlent

Hin 24 ára gamla Malala Yousafzai nóbelsverðlaunahafi gekk í hjónaband í gær. Hún er þekktust fyrir baráttu sína fyrir réttindum barna og þá sérstaklega stúlkna til að ganga menntaveginn. Hún var skotin í höfuðið aðeins 15 ára gömul af talibönum vegna baráttu sinnar en lifði morðtilraunina af. Eitt skotið fór í gegnum höfuð hennar, háls og öxl og næstu daga var hún meðvitundarlaus og í bráðri lífshættu.

17 ára gömul fékk hún friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sina og er hún yngsti nóbelsverðlaunahafinn til þessa.  Malala skrifaði um tíma pistla undir dulnefni fyrir BBC um ótta sinn við stjórn Talibana.

Eiginmaðurinn heitir Asser Malik og er frá Pakistan eins og Malala. Þau giftu þau sig við hátíðlega athöfn á heimili sínu í Birmingham.

Malala deildi þessari fallegu mynd frá brúðkaupsdeginum. Fyrr á þessu ári sagði faðir hennar, sem var þekktur mótherji talibana og mikill talsmaður menntunar, að dóttirin mætti velja sér sjálf eiginmann.