Inga Sæland ósátt með vörusvik og stofnar facebook hóp til verndar neytendum

frettinInnlendar

Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, uppgötvaði vörusvik þegar hún verslaði í matinn um helgina. Inga segist hafa verið í góðri trú um að hún væri að fara gæða sér á kótelettum sem hún keypti frá Sláturfélagi Suðurlands (SS). En þegar hún opnaði pokann reyndust bróðurparturinn vera fram­hryggja­bitar, en þeir eru um helmingi ódýrari en kótelettur.

Inga greindi frá þessu á Face­booksíðu sinni og skrifar þar undir:

„Ég var í góðri trú og keypti þetta sem kótelettur, sá ekki vöru­svikin fyrr en ég tók upp úr pokanum.“

Þá birti hún einnig mynd af um­ræddum „kótelettum“ og segir:

„Ef við neyt­endur berjumst ekki fyrir réttindum okkar þá gerir það enginn fyrir okkur.“

Færsla Ingu hefur vakið upp ó­mæld við­brögð en nú þegar hafa rúm 114 um­mæli birst undir færslu hennar og eru flestir sam­mála um að um­ræddir kjöt­bitar séu alls ekki kótilettur.

Inga hefur nú stofnað facebook hóp sem heitir Vörusvik/neytendavernd og má skrá sig hér.