Auður Ingvarsdóttir sagnfræðingur skrifar (greinin birtist í Morgunblaðinu 16. nóv. )
Fjölmiðlar halda að okkur einsleitri og flatri sýn á veröldina. Við sjáum lítið af andstæðum sjónarmiðum og heiðarlegri umræðu um álitamál. Áreiðanlega eiga þeir sem stjórna samfélagsmiðlum eins og facebook, twitter og youtube stóran hlut að máli. Þar á bæ hafa menn búið til mikinn stórasannleik um hvernig eigi að koma auga á falsfréttir og misvísandi upplýsingar. Við aumingja óupplýsta alþýðan þurfum auðvitað á því að halda að stóri bróðir hafi vit fyrir okkur, annars föllum við umsvifalaust í gryfju misviturra falsvísindamanna og áróðursmanna. Margar fréttaveitur hafa komið sér upp svonefndum „sannreynum“ og virðast áherslur þeirra oft litaðar af pólitískri skekkju og fylgja sama staðli og facebook. Það er líka vert að hafa í huga að þessir svokölluðu „sjálfstæðu sannprófunaraðilar staðreynda“ eins og fb þýðir starfsheiti „fakttékkaranna“ yfir á íslensku eru ekkert sérstaklega óháðir. Þeir eru að stórum hluta kostaðir af samfélagsmiðlum eins og facebook og hagsmunaöflum eins og lyfjafyrirtækjum (
Málfrelsi í húfi
Íslenskir fjölmiðlamenn hafa verið rækilega uppfræddir um þennan sérkennilega boðskap og líklegt er að fréttamennska hafi beðið tjón af þessari hugmyndafræði vaktmanna tæknirisanna. Þannig notaði fréttakona á Ríkisútvarpinu það sem röksemd gegn sérfræðingum sem hafa siglt gegn þessum meginstraumi fjölmiðla að þeir hefðu „verið staðreyndatékkaðir hálfa leið út af facebook“. (
Ég var nú aðallega að tala um dr. Bridle og Hart-Group. Við fundum mjög fljótt greinar þar sem verið er að benda á að ummæli Bridles um Covid-19 stæðust ekki skoðun.
Hér er til dæmis ein grein frá AP um rangmæli Bridles.
https://apnews.com/article/fact-checking-377989296609
Hart-Group, sem telst nú seint stór samtök lækna, hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir að fara með rangt mál.
https://www.thetimes.co.uk/article/scientists-condemn-report-questioning-role-of-vaccine-in-second-wave-deaths-75rltw3qg (
„Hinir sjálfstæðu sannprófunaraðilar staðreynda“
Það er upplýsandi að sjá eftir hvaða línu þessir staðreyndavaktmenn vinna. Það kom glöggt fram á málþingi um falsfréttir sem haldið var hér á landi á vegum fjölmiðlanefndar. Þar var m.a. viðtal við Marianne Neraal verkefnastjóra hjá facebook á Norðurlöndum. Hún tók þar dæmi um efni sem þau taka út til þess „að vernda neytendur“ því það „ógnar heilsu þeirra og líðan“, þar á meðal var „skaðlegt efni um covid-19“. Á þeim lista var m.a. „að covid-19 sé ekki hættulegt og bóluefni virki ekki“. (
1) Our Funding – FactCheck.org.
2) Í fréttaþættinum Kveik 5. október síðastliðinn var komist þannig að orði.
3) Tölvupóstur frá blaðamanni á Vísi frá 22. júlí 2021.
4) Grein þessi birtist svo í Morgunblaðinu 27. júlí 2021.
5) Málþing á netinu: Falsfréttir & upplýsingaóreiða. Fjölmiðlanefnd – YouTube.
6) SCIENCE QUARANTINED?
Ft. Martin Kulldorff, Professor of Medicine at arvard Medical School – YouTube.
How the Concept of 'Misinformation' Has Been Weaponised to Suppress Dissenting Viewpoints – by David Thunder – THE FREEDOM BLOG (substack.com)