Á bak við grímu gervifrjálslyndis býr grimmdarstjórn

frettinPistlar

Arnar Þór Jónsson skrifar (birtist í Morgunblaðinu 16. nóv):

Kór­ónu­veir­an (C19) hef­ur leitt stjórn­má­laum­ræðuna inn á óheilla­væn­lega braut. Þeir sem eru hvað hrædd­ast­ir við veiruna nota ótt­ann til að rétt­læta stór­yrði og óþol í garð þeirra sem hafa aðrar skoðanir. Óyf­ir­veguð og þröng­sýn orðræða fæl­ir al­menn­ing frá því að tjá sjálf­stæða af­stöðu. Í slíku um­hverfi skap­ast for­send­ur fyr­ir ógn­ar­stjórn. Veru­leik­inn er þá teiknaður upp sem svart­hvít­ur og fólk dregið í dilka rétt­látra og rang­látra, góðra og vondra, upp­lýstra og fá­fróðra o.s.frv. Með þessu er vegið að ýmsu því sem telja má dýr­mæt­ast, s.s. gagn­rýn­inni hugs­un, frjálsri og lýðræðis­legri umræðu og jafn­ræði allra manna fyr­ir lög­un­um.

Ekki vil ég gera lítið úr því að menn séu kapp­sam­ir, en ákaf­inn má ekki umbreyt­ast í óþol, ein­streng­ings­hátt, þröng­sýni og hroka. Slíkt hug­ar­far ger­ir menn her­skáa, fyll­ir þá vand­læt­ingu og leiðir til of­stæk­is. Því miður hrann­ast óveðurs­ský­in nú upp á vett­vangi stjórn­mála, laga­setn­ing­ar og laga­fram­kvæmd­ar. Eins og hendi sé veifað eru vest­ræn lýðræðis­ríki að taka upp ann­ars kon­ar stjórn­ar­far, þar sem ókjörn­um emb­ætt­is­mönn­um er falið það vald að skammta borg­ara­legt frelsi úr hnefa að fyr­ir­mynd harðstjórn­ar­ríkja. Þetta er rétt­lætt með því að frels­inu beri að fórna í skipt­um fyr­ir heilsu og ör­yggi.

Frammi fyr­ir því ómælda efna­hags­lega, heilsu­fars­lega, sál­ræna, póli­tíska, lýðræðis­lega og laga­lega tjóni sem þetta stjórn­ar­far hef­ur þegar valdið (og mun fyr­ir­sjá­an­lega halda áfram að valda) virðist stöðugt skýr­ara að við erum á rangri braut, sem brýnt er að snúið verði af hið fyrsta, áður en öllu verður stefnt í voða.

Skrefið frá stjórn­lyndri „fram­fara­stefnu“ til of­rík­is er stutt

Sú mynd sem hér er að birt­ast sýn­ir breikk­andi gjá milli þeirra sem aðhyll­ast frelsi, sjálfs­ákvörðun­ar­rétt og lýðræði ann­ars veg­ar og hins veg­ar þeirra sem kjósa vald, hlýðni og stjórn­lyndi. Að baki búa menn­ing­ar­leg átök sem kraumað hafa und­ir yf­ir­borðinu um margra ára skeið, en þó með þeirri inn­byggðu þver­sögn að fyrr­nefndu sjón­ar­miðin hafa verið skrum­skæld og skrímslavædd af ráðandi öfl­um inn­an há­skól­anna, fjöl­miðlanna, menn­ing­ar­lífs o.fl. Af­leiðing­arn­ar eru öll­um sýni­leg­ar og birt­ast m.a. í því hvernig menn eru nú, hver á fæt­ur öðrum, lagðir á högg­stokk sam­fé­lags­miðla – og fjöl­miðla – með til­heyr­andi for­dæm­ingu, út­skúf­un, at­vinnum­issi og refsi­kröf­um. Í slíku and­rúms­lofti mega staðreynd­ir sín oft minna en upp­hróp­an­ir. Rök­hugs­un má sín lít­ils þegar áróðri er beitt til að spila með til­finn­ing­ar fólks, t.d. með því að ala á ótta. Þegar fræðimenn, emb­ætt­is­menn, fjöl­miðlasam­steyp­ur, eig­end­ur sam­fé­lags­miðla og annað áhrifa­fólk tek­ur sér vald til að ákveða hvaða sjón­ar­mið al­menn­ing­ur má fá að heyra þá blas­ir við að hinn vest­ræni heim­ur stend­ur við menn­ing­ar­leg og laga­leg vatna­skil. Á aðra hönd get­um við valið að verja grund­völl vest­rænn­ar lýðræðis­hefðar, þar sem frelsi, ábyrgð og sjálfs­ákvörðun­ar­rétt­ur ein­stak­lings­ins er í for­grunni. Á hina hönd­ina ligg­ur leiðin til auk­inn­ar miðstýr­ing­ar, eft­ir­lits, rit­skoðunar, tor­tryggni, vald­beit­ing­ar og frels­is­skerðing­ar.

Hvor­um meg­in við þessa línu vilt þú standa, kæri les­andi? Hef­urðu trú á fólki? Treyst­irðu öðrum til að mynda sér sjálf­stæðar skoðanir og taka ábyrgð á eig­in far­sæld? Get­urðu um­borið það að menn hafi aðra lífs­sýn en þú? Tel­urðu frjáls skoðana­skipti af hinu góða? Viltu að við leyf­um fólki að tjá hugs­an­ir sín­ar og leita sann­leik­ans? Eða viltu ganga fram með lokuðum huga og knýja aðra til að fylgja þér af því „þér ein­ir“ vitið hvað öðrum er fyr­ir bestu?

Hvar býr valdið?

Því miður sýn­ist mér að við séum að verða síðast­nefndu hug­ar­fari að bráð. Þjóðfé­lag­inu er í vax­andi mæli stýrt út því sjón­ar­miði sem höfðar til fjöld­ans þá stund­ina, án yf­ir­sýn­ar og án til­lits til heild­ar­sam­heng­is. Þetta er aðferð sem grund­vall­ast á til­finn­inga­semi og stund­ar­hag frem­ur en rök­hugs­un og lang­tíma­áætl­un­um. Í þessu and­rúms­lofti kjós­um við fólk til valda sem gengst upp í hé­góma og fram­sel­ur vald sitt í stór­um stíl, m.a. til að forðast gagn­rýni. Af­leiðing­in er sú að stjórn­ar­farið rang­hverf­ist frá lýðræði til skríl­ræðis og sér­fræðingaræðis, þar sem vald­haf­ar svara ekki til ábyrgðar. Borg­ar­arn­ir sitja eft­ir með embættis­vald sem flæk­ist í mót­sögn­um, viður­kenn­ir eng­in mis­tök, en krefst hlýðni við kenni­valdið. Þegar stjórn lands­ins er far­in að bruna eft­ir þess­um tein­um þarf ein­hver að stíga á brems­urn­ar til að af­stýra óför­um. Sag­an geym­ir mörg dæmi um sam­fé­lög sem á auga­bragði kasta öll­um góðum gild­um og taka upp aðskilnaðar- og mis­mun­un­ar­stefnu, sbr. t.d. skamm­ar­leg­an mál­flutn­ing rit­stjóra Frétta­blaðsins í leiðara 13. nóv­em­ber sl.

Leiðin til „út­ópíu“ ligg­ur nú sem fyrr til „distópíu“

Þrátt fyr­ir að töl­fræðileg gögn bendi til að að ungu og heilsu­hraustu fólki stafi nán­ast eng­in hætta af C19 og að veir­an legg­ist þyngst á vel þekkta áhættu­hópa, auk þess sem gögn frá Bretlandi benda til að dán­ar­töl­ur vegna C19 hafi verið of­metn­ar, þá eru eng­in teikn á lofti sem benda til að rík­is­stjórn­ir ætli að slaka á vald­beit­ing­arklónni sem búið er að læsa í al­menn­ing með PCR-próf­um, smitrakn­ingu, grímu­skyldu, ferðatak­mörk­un­um og bólu­setn­ing­ar­her­ferðum. Aðgerðir stjórn­valda hafa yf­ir­stigið mörk meðal­hófs. Þegar frétt­ir ber­ast af því að rík­is­stjórn Aust­ur­rík­is leiti nú leiða fram hjá jafn­ræðis­reglu stjórn­ar­skrár í því skyni að geta mis­munað óbólu­settu fólki blas­ir við að und­ir­stöður rétt­ar­rík­is­ins eru í stór­hættu á öll­um Vest­ur­lönd­um og veita þarf sterkt borg­ara­legt viðnám ef ekki á illa að fara. Í því viðnámi hljóta þeir að fara fremst­ir sem aðhyll­ast raun­veru­legt, klass­ískt frjáls­lyndi, enda skilja þeir og skynja hinn falska tón gervifrjáls­lynd­is sem í nafni „fram­fara“ vill með ráðríki svipta al­menn­ing völd­um og koma á fót fyr­ir­mynd­ar­ríki (út­ópíu). Þótt stjórn­lyndi „fram­faras­inn­inn“ sé vafa­laust oft í góðri trú hef­ur hann óraun­sæj­ar hug­mynd­ir um draumalandið sem hann vill skapa. Þar á fá­fróður almúg­inn ekki að fá að þvæl­ast fyr­ir hinni „nýju og góðu ver­öld“, sem nú skal reisa und­ir merkj­um „vís­inda“ og „skyn­semi“.

Vert er að minn­ast þess, að marg­ir verstu harðstjór­ar mann­kyns­sög­unn­ar hafa notið víðtæks stuðnings al­menn­ings og framið ill­virki sín und­ir yf­ir­skini vís­inda og skyn­semi. Leiðin til vít­is er vörðuð góðum ásetn­ingi – og oft fetuð í litl­um skref­um. Þegar sam­fé­lagið í dag er borið sam­an við það sem var við lýði fyr­ir aðeins tveim­ur árum blas­ir við að búið er að taka mörg skref á þeirri hrak­för. Samt boða menn nú, í nafni „fram­fara“, að nauðsyn­legt sé að taka fleiri og stærri skref í þá sömu átt. Senn kem­ur að því að of seint verði að snúa við.

Sam­an­tekt

Eins og aðrar þjóðir stönd­um við Íslend­ing­ar nú á kross­göt­um. Leiðar­val okk­ar mun hafa mót­andi áhrif á far­sæld okk­ar til lengri tíma. Nú sem aldrei fyrr þarf að standa vörð um rétt okk­ar til gagn­rýn­inn­ar hugs­un­ar og frjálsr­ar tján­ing­ar. Með því móti er unnt að standa gegn því að vís­ind­in umbreyt­ist í kredd­ur og forða vel mein­andi fólki frá því að fyll­ast því stæri­læti og hroka sem um var rætt hér í upp­hafi. Mann­legri skyn­semi eru tak­mörk sett. Mann­kyns­sag­an, hefðir og meg­in­regl­ur laga færa með sér dýr­mæt­an arf og dýr­keypt­ar lex­í­ur, sem okk­ur ber að virða til að feta megi rétta braut, kom­andi kyn­slóðum til far­sæld­ar.

Höf­und­ur er sjálf­stætt starf­andi lögmaður og varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.