Alríkisdómstóll stöðvar bólusetningaskyldu Bandaríkjaforseta

frettinErlent

Vinnu- og heilbrigðiseftirlit Bandaríkjanna (OSHA) hefur hætt að framfylgja bólusetningaskyldu sem ríkisstjórn Biden setti á öll fyrirtæki landsins sem voru með 100 starfsmenn eða fleiri.

Ástæðan er úrskurður alríkisdómstóls vegna fjölda dómsmála sem hafa verið höfðuð út af málinu. 34 stefnur hafa verið lagðar fram af bæði ríkisstjórnum og viðskiptasamtökum.

Alríkisvaldið hafði krafist þess að rúmlega 84 milljónir bandarískra starfsmanna verði bólusettar fyrir 4. janúar nk. annars ætti starfsfólkið það á hættu að missa vinnuna. Þrátt fyrir að flestir Bandaríkjamenn, 12 ára og eldri, hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni, hefur verið veruleg andstaða meðal starfsfólks við almenna bólusetningaskyldu.

Dómsmálin verða tekin fyrir hjá áfrýjunardómstóli í Cincinnati í Ohio. Málið gæti endað hjá Hæstrétti.

Helstu fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja frá málinu.