Ástralskur stjórnmálamaður líkir skyldubólusetningum við fangabúðir

frettinErlent

Ástralski stjórnmálamaðurinn Craig Kelly sem hélt ræðu á einum fjölmennustu og sögulegustu mótmælum í Ástralíu í gær lýsti því yfir að skyldubólusetningar væru ígildi fangabúða. Kelly ávarpaði tugir þúsunda Ástrala sem voru samankomnir í Sydney til að mótmæla bólusetningavegabréfum og öðrum þvingunaraðgerðum stjórnvalda. Ástralía hefur meðal annars skyldað íþrótta-og afreksfólk til að láta bólusetja sig.

„Ef maður býr á stað þar sem frelsið fæst aðeins í skiptum fyrir einhvers konar góða hegðun, þá býr maður ekki í frjálsu samfélagi heldur í fangabúðum,“ sagði hann á fjöldasamkomunni.

Kelly hvatti Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, til að banna skyldubólusetningar í Ástralíu.

,,Ég vona að forsætisráðherrann sé að fylgjast með í dag vegna þess að hann getur farið inn á alríkisþingið á mánudaginn … og bannað bólusetningapassa hér á landi ef hann vildi,“ sagði Kelly.

Boðað hefur verið til enn fjölmennari mótmæla í Ástralíu næstu helgi.