41 smit hjá Kvennakór Léttsveitar Reykjavíkur þrátt fyrir bólusetningu

frettinInnlendar

Þann 30. október síðastliðinn hélt Kvennakór Léttsveitar Reykjavíkur litla tónleika á ganginum í Hörpu. Í kórnum var smituð kona sem leiddi til dreifingar sem vatt upp á sig á næstu æfingu mánudaginn þar á eftir.

Þetta endaði með því að kórstjórinn og 41 kona smituðust þrátt fyrir að krafa sé um að meðlimir kórsins séu fullbólusettir til að fá að taka þátt í kórstarfi vetrarins. Í kórnum eru um 100 konur.

Hópsmit kvennakórsins hefur leitt til þess að aðrir kórar hafa hætt við jólatónleika og fleira.

Frettin.is sem sagði nýlega frá fullbólusettum kórtónleikum í Þýskalandi þar sem hópsmit braust út,  fékk í framhaldi af því ábendingu um hópsmit meðal fullólusetts kórs hér á landi.