„Build Back Better“ er kommúnismi segir þingkona Bandaríkjanna

frettinErlent

Þingkona repúblikana í Bandaríkjunum, Marjorie Taylor Greene, sagði fyrir helgi að hún hafi greitt atkvæði gegn BBB (Build Back Better) frumvarpi demókrata sem hún kallar kommúnistafrumvarp og gangi út á að stækka ríkisvaldið.

Sagt er að það muni auka störf í landinu en það er rangt, segir þingkonan. Þetta er hræðilegt lagafrumvarp og það verður erfitt að snúa við þeim áhrifum sem það mun hafa á landið okkar.

Við Bandaríkjamenn vitum að þegar ríkisvaldið setur af stað áætlun mun sú áætlun aldrei enda. Raunverulegi vandinn við þetta svokallaða "Build Back Better" frumvarp er:  ,,Þetta er kommúnismi."

Bandaríkjunum var aldrei ætla að vera kommúnistaríki. Repúblikanar verða að heita því að bæta þann skaða sem demókratar hafa valdið í landinu. Repúblikanar verða að lofa Bandaríkjamönnum því að bjarga þessu landi og stöðva yfirtöku kommúnista.

Þingkonan las þessi skilaboð inn á myndband sem hún deildi á Twitter: