Eiður Smári hættir sem aðstoðarlandsliðsþjálfari

frettinInnlendar

Eiður Smári Guðjohnsen er hætt­ur störf­um sem aðstoðarþjálf­ari karla­landsliðs Íslands í knatt­spyrnu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem KSÍ og Eiður sendu frá sér rétt í þessu.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að kom­ist hafi verið að sam­komu­lagi um starfs­lok hans en KSÍ virkjaði end­ur­skoðun­ar­á­kvæði í ráðninga­samn­ingi hans og Eiður læt­ur af störf­um 1. des­em­ber næstkomandi.

Eiður kom inn í þjálf­arat­eymið strax og Arn­ar Þór Viðars­son var ráðinn landsliðsþjálf­ari í des­em­ber 2020 og hætti þá störf­um hjá FH en þar hafði hann áður verið bú­inn að ráða sig sem aðalþjálf­ara til tveggja ára.

„Sam­komu­lag um starfs­lok mín voru tek­in með hags­muni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi. Ég vil þakka öll­um inn­an sam­bands­ins fyr­ir frá­bært sam­starf und­an­farið ár. Síðasta ár hef­ur verið mjög krefj­andi bæði inn­an vall­ar sem og utan bæði fyr­ir mig per­sónu­lega sem og sam­bandið. Áfram Ísland," seg­ir Eiður í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu hans og KSÍ.