152 spítalainnlagnir vegna aukaverkana

frettinInnlendar

Á síðu Lyfjastofnunar kemur fram að stofnuninni hafi til dagsins í dag borist 5621 tilkynningar um grunaðar aukaverkanir eftir Covid bólusetningar, þar af 235 alvarlegar en alvarleg aukaverkun er skilgreind sem: ,,aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum."

Af þessum alvarlegu aukaverkunum eru 32 andlát. Tilkynnt hefur verið um 152 spítalainnlagnir þar af 34 tilfelli sem varða lífshættulegt ástand. 58 innlagnir eru skráðar vegna Pfizer, 22 vegna Moderna, 55 vegna AstraZeneca og 12 vegna Janssen.