,,Frelsi til að sýkja aðra er vafasamur réttur“

frettinInnlendar

Jón Magnússon hæsaréttarlögmaður ritaði þessa færslu og bendir á að rétturinn til að sýkja fólk sé ekki til og er því hvorki vafasamur né ,,óvafasamur:"

Forseti lýðveldisins segði í setningarræðu Alþingis, að frelsi til að sýkja aðra væri vafasamur réttur.

En hvaða réttur er það?  Hefur einhver gefið einhverjum þann rétt? Eru einhversstaðar lagaákvæði eða önnur fyrirmæli sem mælir fyrir um það að fólk eigi þann vafasama rétt?

Raunar alls ekki. Samkvæmt íslenskum rétti hefur enginn rétt til að sýkja aðra það er bannað. Það er beinlínis refsivert sbr.175.gr. almennra hegningarlaga 175  sem mælir fyrir um refsingu, fangelsi allt að þrem árum fyrir að valda því að næmur sjúkdómur berist út meðal manna. Einnig mætti vísa í sóttvarnarlög. 

Frelsi til að smita aðra er því ekki fyrir hendi í íslensku samfélagi. Það á enginn þann rétt. Það er beinlínis refsivert.

Frelsi borgaranna eru mikilvæg undirstaða siðaðra samfélaga og það er mikilvægt að æðstu stjórnendur ríkja og alþjóðlegra stofnana gæti þess að skilgreina það með réttum hætti og gæta þess, að setja frelsið ekki í spennitreyju valdsins.