Ástralska ríkisstjórnin ætlar að setja ný lög sem neyðir stjórnendur samfélags-miðla til að „afhjúpa“ nafnlausa notendur sem skrifa móðgandi ummæli, ellegar þurfa miðlarnir að greiða sektir fyrir ærumeiðingar ef þeir geta ekki eða neita.
Nýja framtakið leitast við að skilgreina stóra samfélagsmiðla sem útgefendur, gera þá ábyrga fyrir notendaframleiddu efni á kerfum þeirra, auk þess að koma á sérstökum aðferðum þar sem hver sem er getur lagt fram kvörtun og krafist þess að færslur séu fjarlægðar ef þeir telja að þeir séu svívirtir, lagðir í einelti eða áreittir, sagði Scott Morrison, forsætisráðherra, á blaðamannafundi í sjónvarpi á sunnudag.
Netheimurinn á ekki að vera eins og villta vestrið þar sem vélmenni, ofstækis-menn, tröll og aðrir nafnlausir geta skaðað fólk.
Ef samfélagsmiðilinn neitar að eyða móðgandi ummælum getur dómstóll fyrirskipað honum að upplýsa hver hinn nafnlausi aðili er. Ef fyrirtækið neitar aftur eða getur ekki borið kennsl á ,,tröllið" verður það að lokum gert ábyrgt fyrir ummælunum og þarf að greiða allar sektir sem af því hlýst.