Engin aðskilnaðarstefna hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogs

frettinInnlendar

Sagt var frá því í síðustu viku að Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur krefði þá sem þurfa á mataraðstoð að halda um staðfestingu á Covid bólusetningu. Þeim sem ekki geta sýnt fram á hana er meinaður aðgangur að húsnæðinu en mega þó sækja poka utandyra.

Ráðstöfunina sjálfa telur lögmaður sem starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar, ólögmæta.

Haft var samband við bæði mæðrastyrksnefndir Hafnarfjarðar og Kópavogs og spurt hvort sama fyrirkomulagið gilti hjá þeim, þ.e. hvort íbúar þeirra sveitarfélaga sem þurfa á mat að halda, þurfi að sanna að þeir hafi verið bólusettir.

Svarið var nei í báðum tilfellum, það væri ekki gert.