Ný ríkisstjórn litin dagsins ljós og stjórnarsáttmálinn kynntur

frettinInnlendar

Fram­sókn­ar­flokk­ur, Sjálf­stæðis­flokk­ur og Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð hafa gert með sér nýj­an sátt­mála um rík­is­stjórn­ar­sam­starf, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Nýja rík­is­stjórn­in ætl­ar meðal ann­ars að stuðla að efna­hags­leg­um stöðug­leika, leggja áherslu á bar­átt­una við lofts­lags­breyt­ing­ar og búa ís­lenskt sam­fé­lag und­ir aukna tækni­væðingu. Auk þess ætl­ar hún að fjár­festa í fólki.

„Sátt­mál­inn fjall­ar um sam­eig­in­lega hags­muni þjóðar­inn­ar þar sem birt­ast leiðar­stef flokk­anna um efna­hags­leg­ar og fé­lags­leg­ar fram­far­ir, vernd um­hverf­is, kraft­mikla verðmæta­sköp­un, jafn­rétti kynj­anna og jafn­vægi byggða og kyn­slóða. Tek­ist verður á við all­ar áskor­an­ir með hag al­menn­ings að mark­miði og í þeirri trú að vel­sæld verði best tryggð með traust­um efna­hag, jöfn­um tæki­fær­um og aðgerðum í þágu ný­sköp­un­ar, um­hverf­is og lofts­lags,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Eins og áður seg­ir ætl­ar rík­is­stjórn­in að stuðla að efna­hags­leg­um stöðug­leika og byggja upp styrk rík­is­fjár­mál­anna á ný á grund­velli öfl­ugs at­vinnu­lífs.  

Þá seg­ir að áhersla verði lögð á framúrsk­ar­andi um­hverfi til verðmæta­sköp­un­ar, „þar sem til verða ný, fjöl­breytt og verðmæt störf. Sam­spil pen­inga­stefnu, rík­is­fjár­mála og vinnu­markaðar verður und­ir­staða þess að unnt sé að tryggja stöðug­leika í verðlagi og vöxt­um.

Sam­drátt­ur í los­un, orku­skipti og græn­ar fjár­fest­ing­ar

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að í sátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar sé lögð áhersla á bar­átt­una við lofts­lags­breyt­ing­ar með sam­drætti í los­un, orku­skipt­um og grænni fjár­fest­ingu. Þá verður tek­ist á við það verk­efni að búa ís­lenskt sam­fé­lag und­ir aukna tækni­væðingu auk þess að tryggja áfram­hald­andi lífs­kjara­sókn allra kyn­slóða. 

Þar að auki seg­ir að ný rík­is­stjórn ætli að fjár­festa í fólki. Þannig verði áhersla lögð á ein­stak­ling­ur­inn sé hjartað í kerf­inu og að öfl­ugt vel­ferðar­kerfi sé und­ir­staða jöfn­un­ar og tryggi að all­ir geti blómstrað.

„Áfram verður unnið að því að bæta af­komu eldra fólks, og sér­stak­lega horft til þeirra elli­líf­eyr­isþega sem lak­ast standa. Unnið verður að því að tryggja bet­ur fjár­hags­lega stöðu barna­fólks í gegn­um skatta og bóta­kerfi og verður sér­stak­lega hugað að því að efla barna­bóta­kerfið,“ seg­ir að lok­um í til­kynn­ing­unni.

Svona verður annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur og verða töluverðar tilfærslur á meðal ráðherra.
  • Katrín Jakobsdóttir - forsætisráðherra - óbreytt frá fyrsta ráðuneyti Katrínar.
  • Bjarni Benediktsson - fjármálaráðherra - óbreytt frá fyrsta ráðuneyti Katrínar.
  • Sigurður Ingi Jóhannsson - samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra - óbreytt frá fyrsta ráðuneyti Katrínar.
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - utanríkisráðherra - var áður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
  • Willum Þór Þórsson - heilbrigðisráðherra - kemur nýr inn.
  • Jón Gunnarsson - dómsmálaráðherra - kemur nýr inn en var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árið 2017 í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar *Guðrún Hafsteinsdóttir mun taka við af Jóni þegar líður á kjörtímabilið.
  • Lilja Dögg Alfreðsdóttir - viðskipta- og menningarmálaráðherra - var áður menntamálaráðherraSvandís Svavarsdóttir - matvæla- sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - var áður heilbrigðisráðherra.
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra - var áður dómsmálaráðherra.
  • Guðlaugur Þór Þórðarson - umhverfis- og loftslagsmálaráðherra - var áður utanríkisráðherra.
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson - félags- og vinnumarkaðsráðherra - var áður umhverfisráðherra.
  • Ásmundur Einar Daðason - skóla- og barnamálaráðherra - var áður félagsmálaráðherra.

Kynningu ríkisstjórnarinnar á stjórnarsáttmálanum má sjá hér að neðan.