Forstjóri Grund vill ekki staðfesta frétt frá RÚV um spítalainnlögn

frettinInnlendar

Um helgina barst póstur frá Grund til aðstandenda heimilismanna og segir:

„Kæru aðstandendur.  Sú erfiða staða er komin upp að 7 heimilismenn og nokkrir starfsmenn hafa greinst með Covid 19.  Smit þessi eru á deild A2 og er sú deild lokuð.“

„Við viljum ekki að börn komi í heimsókn á meðan á þessu stendur. Flestir heimilismenn og starfsmenn eru þríbólusettir og við bindum vonir við að veikindin verði væg,“

RÚV sagði frá hópsmitinu en var auk þess með upplýsingar sem ekki voru í bréfi hjúkrunarheimilisins, þ.e. að einn heimilismaður væri óbólusettur og hefði verið lagður inn á spítala vegna veikinda.

Viðkomandi fréttamanni var sendur póstur þar sem óskað var eftir heimild um þessa meintu spítalainnlögn þar sem þessar upplýsingar komu ekki fram í póstinum frá Grund. Ekkert svar barst.

Var þá haft samband við Gísla Pál Pálsson forstjóra Grund og hann beðinn um að staðfesta þessa frétt RÚV sem hann neitaði að gera.