Róm – ofsóknir gegn kristnum á heimsvísu jukust enn frekar á árinu 2021, samkvæmt kristnu góðgerðarsamtökunum Aid to the Church in Need (ACN).
Í viðtali við Vatíkanið á fimmtudaginn, greindi ítalski forstjóri ACN, Alessandro Monteduro, frá því að um 416 milljónir kristinna manna búi í „löndum ofsókna,“ þar sem þeir verða daglega fyrir hættu á áreitni, mismunun og ofbeldi vegna trúar sinnar.
Árið 2021 var „enn eitt ár þjáningarinnar“ fyrir ofsótta kristna menn um allan heim, sagði Monteduro og fyrir alla þá sem hafa áhyggjur af réttinum til trúfrelsis. Á meginlandi Afríku versna þjáningar kristinna samfélaga vegna „aukinnar róttækni og stækkunar jihadista öfgasamtaka,“ sagði Monteduro.
Víða um Afríku, frá Afríku sunnan Sahara til Austur-Afríku, eru að minnsta kosti tveir tugir hryðjuverkasamtaka sem hafa þann metnað, að koma upp stórn herskárra múslima á yfirráðasvæðum sínum, bætti hann við eins og Búrkína Fasó, Níger, Tsjad, Malí, Kamerún eða norður Nígeríu.
Í Búrkína Fasó, til dæmis, landi sem til ársins 2015 þekkti aðeins friðsamlega sambúð milli hinna ýmsu samfélaga og ættbálka. Nú er ekki lengur hægt að ná til 60 prósenta landsins til að hjálpa íbúum á mannúðarvettvangi, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.
Varðandi Asíu benti Monteduro á nýlega árásir á trúboðssystur kærleikans - söfnuðinn sem Móðir Teresa frá Kalkútta stofnaði.
Sama hefur gerst í öðrum löndum Asíu, eins og Myanmar, „þar sem jafnvel á síðustu klukkustundum hefur verið gerð árás gegn kristnum mönnum þar sem 35 létust,“ segir Monteduro.
Þetta gerist líka í Pakistan, þar sem hræðilegt ofbeldi heldur áfram gegn mörgum ungu konum og stúlkubörnum, þeim er rænt og þeim er nauðgað og þær pintaðar og neyddar til að giftast ræningjunum, sagði hann.
Þessir skelfilegu atburðir valda því miður ekki neinum fullnægjandi aðgerðum, bætti Monteduru við. Þeir eru fordæmdir af mörgum góðgerðarstofnunum og kirkjusamtökum, en það hefur ekki dugað til svo að ástandinu sé breytt og eitthvað sé gert af alvöru til að bregðast við og það sé óásættanlegt.
Aðspurður hvað hann sjái fyrir sér fyrir árið 2022, varaði Monteduro við frekari ofsóknum gegn kristnum mönnum „ef við sofum á verðinum er mikil hætta á aukningu ofsókna vegna haturs á trúfrelsi manna.
Thomas Heine-Geldern, framkvæmdastjóri ACN, gaf út árslokaskýrslu um kristnar ofsóknir í vikunni, þar sem hann benti á að staða kristinna manna fer almennt vernsandi um allan heim.
„Við erum sorgmædd yfir fréttum um trúarofsóknir og ofbeldi sem berast okkur næstum vikulega,“ skrifaði Heine-Geldern. „Verið er að drepa, ræna eða misnota presta og safnaðarmeðlimi þegar þeir sinna þjónustu sinni."
Í vestrænum löndum hefur einnig verið aukning ofbeldisverka gegn kristnum trúfélögum sem og aukning á því sem Frans páfi kallar „kurteisar ofsóknir“, sagði hann. „Það felur í sér smám saman útrýmingu trúarskoðana úr opinberu lífi undir skjóli meints „umburðarlyndis“.