Twitter bannar bandaríska þingkonu – síðasta ,,tweetið” um dauðsföll eftir bólusetningar

frettinErlent1 Comment

Samskiptamiðillinn Twitter lokaði aðgangi  bandarísku þingkonunnar Marjorie Taylor Greene. Twitter hafði áður lokað aðgangi hennar tímabundið vegna ,,rangra upplýsinga“ um faraldurinn.

Talsmaður Twitter staðfesti við sjóvparsstöðina CNN að aðgangi þingkonunnar hafi verið lokað fyrir fullt og allt. Ástæðan er endurtekið brot á stefnu fyrirtækisins um dreifingu rangra upplýsinga um faraldurinn.

Það sem virðist hafa gert útslagið er síðasta færlsa hennar á Twitter þar sem hún birti gögn úr opinberum gagnagrunni VAERS (Vaccine Adverse Event Reporting System). Grunurinn heldur utan um tilkynntar alvarlegar aukaverkanir af völdum bóluefna og eru styrktaraðilar verkefnisins meðal annars FDA (Lyfja-og matvælastofnun Bandaríkjanna) og CDC (Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna).

Mynd af færsluna hennar má sjá hér neðar þar sem segir:
,,Hér áður fyrr var tilkynningum um alvarlegar aukaverkanir teknar alvarlega og hættuleg bóluefni voru stöðvuð - En eftir Covid eru himinháár tölur um dauðsföll af Covid bóluefnum hunsaðar og stjórnvöld fyrirskipa í auknum mæli skyldubólusetningar.“

Þessu mætti líkja við að Twitter myndi loka á þingmann hér heima fyrir að birta upplýsingar um alvarlegar aukaverkanir og dauðsföll sem hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar og flokka þær sem rangar upplýsingar tengdum faraldrinum.

Image

One Comment on “Twitter bannar bandaríska þingkonu – síðasta ,,tweetið” um dauðsföll eftir bólusetningar”

Skildu eftir skilaboð