Þríbólusettur maraþonmethafi greinist með hjartavöðvabólgu – gerir hlé á æfingum

frettinErlent2 Comments

Maraþonmethafinn Fabienne Schlumpf  frá Sviss hefur greinst með hjartavöðva-bólgu og mun mögulega ekki keppa aftur.

Schlumpf sem er 31 árs gömul tilkynnti á Instagram á fimmtudag að hún væri komin með hjartavöðvabólgu og sem stendur megi hún ekki stunda neinar íþróttir eða taka þátt í æfingum.

,,Slæmar fréttir,“ segir hún. ,,Því miður hef ég greinst með hjartavöðvabólgu. Þetta eru klárlega ekki auðveldir tímar fyrir mig en ég mun ekki gefast upp. Ég vonast eftir því að geta snúið til baka, elta drauma mína...og keppendur."

Sagt var að Schlumpf hafi verið „þreytt“ í daglegu lífi og eftir að hjartslátturinn hækkaði upp úr öllu valdi á léttri þrekhlaupsæfingu í síðasta mánuði leitaði hún til læknis sem greindi hana með hjartavöðvabólgu. Hún hafði ætlað sér að fara í æfingabúðir í Portúgal í byrjun þessa árs en við það hefur verið hætt eftir að hún veiktist.

Í svissnesku dagblaði er greint frá hjartabólgunum og einnig að hún hafi verið þríbólusetti við Covid.

2 Comments on “Þríbólusettur maraþonmethafi greinist með hjartavöðvabólgu – gerir hlé á æfingum”

  1. Sigurjón. Hvort ætli þetta fólk trúi covid kjaftæðinu eða að það haldi að það sé hluti af elítunni?

Skildu eftir skilaboð