Þórólfur í Undralandi
„Miðað við 5-10% skekkju væri smittíðni tvíbólusettra samt 70-80% hærri en óbólusettra.“
Smittíðni bólusettra af Covid-19 hefur undanfarið margfaldast miðað við óbólusetta. Nú er svo komið að nærri tvöfalt fleiri tvíbólusettir á hundrað þúsund greinast smitaðir en óbólusettir samkvæmt gögnum á covid.is. Þeir sem fengið hafa örvunarskammt eru á góðri leið með að ná þeim einnig. Á þetta benti ég í grein í Morgunblaðinu laugardaginn 8. janúar. Nýjustu gögn birtust 6. janúar og leitnin er stöðug í sömu átt.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir brást strax við grein minni og gaf til kynna að gögn Landlæknisembættisins, sem hann starfar hjá, væru röng; fjöldi óbólusettra væri ofmetinn og smithlutfall því vanáætlað. Ekki væri því hægt að álykta að tíðni tvíbólusettra væri hærri en óbólusettra. Þetta er afar ótrúverðug skýring líkt og ég hef þegar bent á í grein sem birtist á hinum vinsæla breska vefmiðli Daily Sceptic sunnudaginn 9. janúar.
Mögulegar skekkjur
Vera má að um einhverja skekkju sé að ræða í þessum gögnum. Væri skekkjan meiri en 5-10% hlytu gögnin þó að vera sett fram með skýrum fyrirvara, en svo er ekki. Miðað við 5-10% skekkju væri smittíðni tvíbólusettra samt 70-80% hærri en óbólusettra.
Til að smittíðni tvíbólusettra yrði jöfn óbólusettum þyrfti Landlæknisembættið að hafa ýkt fjölda óbólusettra um 90% frá upphafi. Það væri ótrúlegt að embættið viðhefði slík vinnubrögð og útilokað að enginn hefði veitt því athygli fyrr en nú, þegar tölurnar sýna óþægilegar staðreyndir.
Gögn um bólusetningarstöðu og smittíðni hafa verið gefin út af Landlæknisembættinu í meira en hálft ár, án neinna fyrirvara við áreiðanleika þeirra, og Þórólfur Guðnason hefur sjálfur margoft vitnað til þessara gagna, án neinna fyrirvara.
Hraðminnkandi vörn
Munurinn á smittíðni bólusettra og óbólusettra samkvæmt þessum gögnum hefur auk þess fram til þessa verið í ágætu samræmi við það sem sjá má í öðrum löndum, og þróunin nú er svipuð: Smitvörn bóluefna fer einfaldlega hraðminnkandi og er víða orðin neikvæð líkt og hér. Þetta sýnir nýjasta skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda til dæmis glöggt.
Misráðin áform sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra um bólusetningu 5-11 ára barna og mismunun fólks eftir sprautufjölda, sem þegar eru að hluta komin til framkvæmdar því miður, grundvallast á úreltum gögnum. Samkvæmt mati frönsku læknaakademíunnar hafa heilbrigð ung börn engan ávinning af bólusetningunni
Lísa var í Undralandi. Eru sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra þar líka?
One Comment on “,,Þórólfur í Undralandi” – eftir Þorstein Siglaugsson”
Are the chipped all of them no robots governing my lovedones. It is not normal yes they are crazy and want you to obbey sobthey are tools of darknes deepstate old elites satanists that think you are cattle.And now that they loose they are bad bad loosers they want to do this.Stay away from us all I don’t get any of that nonswnce and you all have the same perfect immunesystrm.