Breskur læknir útskýrir hvers vegna hann hafnar bólusetningu – vörnin endist aðeins í 1-2 mánuði

frettinErlent1 Comment

Steve James, svæfingalæknir við King's College sjúkrahúsið í London, sem hefur starfað á gjörgæsludeildinni frá því snemma árs 2020 við að meðhöndla Covid sjúklinga átti samtal við Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands um ástæðu þess að hann vilji ekki þiggja bólusetningu við Covid.

Í myndbandi sem Sky News gaf út segir læknirinn við Javid: „Ég fékk Covid og ég er þar að leiðandi með mótefni og hef unnið á Covid gjörgæslu frá upphafi faraldurs án þess að verða meint af, því mótefnasvarið er gott.

„Ég hef ekki farið í bólusetningu og vil ekki fara í bólusetningu. Bóluefnin draga aðeins úr smiti í um átta vikur fyrir Delta, með Omicron er það minna, kannski mánaðar vörn, þannig að hvers vegna ætti ég að fara í bólusetningu þegar ég er nú þegar með gott mótefni í líkamanum sem endist miklu lengur en bóluefnin, sagði James.

,,Og fyrir það gæti mér verið sagt upp störfum ef ég er ekki bólusettur, það er auðvitað fráleitt því vísindin eru ekki nógu sterk, bætti hann við.

,,Ef þið viljið viðhalda vörn með þessum bóluefnum sem virka mjög takmarkað þá yrðuð þið að bólusetja fólk á eins til tveggja mánaða fresti til að viðhalda vörninni, segir læknirinn.

Heilbrigðisráðherrann svaraði því í heimsókn sinni að hann hvetti almenning til að fara í örvunarbólusetningu. ,,Ég virði líka hinu ýmsu skoðanir, sagði ráðherrann.

,,Ég skil vel að fólk vilji ekki þiggja bólusetningu og auðvitað verðum við að vega allt og meta, bæði í heilbrigðis- og félagsmálum og það verður alltaf umræða um málið sagði ráðherrann, og bætti því við að ríkisstjórnin tæki ráðleggingum frá sérfræðingum.

Læknirinn upplýsti ráðherrann einnig um það að Covid-19 væri ekki að valda miklum veikindum hjá ungu hraustu fólki, og bætti við að sjúklingar á gjörgæsludeildinni þar sem hann starfar hefðu verið í yfirþyngd og með ýmiskonar undirliggjandi sjúkdóma.

Hann sagði að heilbrigðisráðherra virtist ekki vera sammála sér en hefði hlustað á álit hans.

Heimild: Sky News

One Comment on “Breskur læknir útskýrir hvers vegna hann hafnar bólusetningu – vörnin endist aðeins í 1-2 mánuði”

  1. Hér er líka einkaviðtal við þennan lækni um þetta sjónarmið af hverju hann er tilbúinn að missa vinnu sína fremur en láta c-bólusetja sig. Hann er ekkert á móti bóluefninu fyrir hópa sem eru í áhættu vegna covid en finnst þessi þrýstingur á bóusetningar allra furðulegur.
    https://www.youtube.com/watch?v=4Ik6cxFBbBw&t=498s

Skildu eftir skilaboð