Fauci grunaður um lygar og blekkingar – eru dagar hans í embætti taldir?

frettinErlentLeave a Comment

Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings ætlar að hefja rannsókn á því hvort Antony Fauci hafi gerst brotlegur við lög með því að hafa m.a. logið eiðsvarinn og leynt upplýsingum. Nefndin sem er megin rannsóknarnefndin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur miklar valdheimildir til að sinna eftirlitsskyldu sinni.

Eftirlitsnefndin hefur birt bréf- og tölvupósta  þar sem áleitnar spurningar eru settar fram um þátttöku Fauci í að leyna sönnunargögnum sem sýna m.a. fram á að uppruna SARS-CoV-2 vírussins megi rekja til rannsóknarstofu.

Þá kemur fram í bréfinu að hann hafi unnið með Peter Daszak forstjóra Echo Health Alliance við að fara framhjá þeim takmörkunum sem stjórnvöld í Bandaríkjunum höfðu sett á rannsóknir á virkninámsbreytingu (Gain of Function research) á kórónavírusum. Það gerði Echo Health Alliance kleift að stunda hættulegar tilraunir á leðurblökukórónuveirum, sem voru undir mjög litlu eftirliti.

Einnig er tiltekið í bréfinu að þann 1. febrúar 2020 hafi Fauci (ásamt Francis Collins forstjóra NIH, National Insitutes of Health) og að minnsta kosti ellefu aðrir vísindamenn, sem ekki unnu fyrir stjórnvöld, komið saman til símafundar til að ræða COVID-19.

Á þessum símafundi var Fauci varaður við því að COVID-19 gæti hafa lekið frá Wuhan og að vírusnum gæti hafa verið erfðabreytt viljandi. Fauci hafi síðan nokkrum dögum síðar fengið að koma að athugasemdum við frumdrög skýrslunnar “The Proximal Origin of SARS-CoV-2”  sem birt var í Nature Medicine 17. mars 2020.

Þegar Collins forstjóri NIH bað Fauci í tölvupósti þann 16. apríl 2020 um að gera meira til að kveða niður tilgátuna um að vírusinn hefði komið frá rannsóknarstofu mætti Fauci daginn eftir í pontu í Hvíta húsinu og vísaði til skýrslunnar, sem hann hafði sjálfur fengið að gera athugasemdir við fyrir birtingu, til að kæfa allar slíkar hugmyndir.

Bréf eftirlitsnefndarinnar sem er 16 blaðsíður með fylgigögnum er dagsett 11. janúar, daginn eftir að uppljóstrunarsamtökin Project Veritas birtu gögn frá Bandaríkjaher sem haldið hafði verið leyndum. Í þeim gögnum kemur fram að Fauci hafi komið að rannsóknum á virkninámsbreytingu á leðurblökuvírusum eins og fjallað er um í bréfi eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar.

Hér má einnig lesa um málið.


Skildu eftir skilaboð