Ekstrabladet: ,,Við fáum falleinkunn“ – fluttum gagnrýnilausar fréttir af faraldri

frettinErlentLeave a Comment

Orðræðu yfirvalda og stjórnmálafólks er hróplega ábótavant

Í TÆP TVÖ ÁR höfum við, fjölmiðlar og alþjóð, verið sem dáleidd af opinberum upplýsingum um kórónuveiruna.

VIÐ HÖFUM EINBLÍNT á sveiflu pendúlsins hvað varðar smit, innlagnir og dauðsföll ,,með kórunveiruna”. Sérfræðingar, stjórnmálafólk og yfirvöld hafa útmálað í smáatriðum í hvaða átt pendúllinn sveiflar sér, með sífelldar hrakspár um kórónuskrímslið sem húkir undir rúmi og bíður færis að ráðast á okkur í skjóli nætur.

LANGVARANDI NEYÐARVIÐBRAGÐ hefur verið gífurlega niðurdrepandi fyrir sálarástandið hjá okkur öllum. Þar af leiðandi verðum við fjölmiðlar líka að gera grein fyrir okkar frammistöðu. Og við fáum falleinkun.

VIÐ HÖFUM SOFIÐ Á VERÐINUM þegar stjórnvöld hefðu átt að skilgreina nákvæmlega hvað það þýddi að fólk lægi á spítala með Covid en ekki vegna Covid. Á því er munur. Mikill munur. Staðreyndin er sú að opinberar innlagnartölur hafa reynst vera 27% hærri en raunverulegur grundvöllur gefur tilefni til, hversu margir liggja á sjúkrahúsi eingöngu vegna córóna. Það er fyrst að koma fram núna.

AÐ SJÁLFSÖGÐU bera yfirvöld mesta ábyrgð á að veita þjóðinni réttar, nákvæmar og heiðarlegar upplýsingar. Af augljósum ástæðum hefði fyrir löngu átt að vera búið að upplýsa opinberlega hversu margir væru veikir og dánir vegna kórónuveirunnar til að við hefðum skýra mynd af skrímslinu sem húkir undir rúmi.

AÐ ÖLLU LEYTI er ljóst að upplýsingum yfirvalda og stjórnmálafólks í þessum sögulega faraldri er hróplega ábótavant. Og því sjá þau sæng sína uppreidda þegar þegar þau eru rúin trausti þjóðarinnar.

ANNAÐ DÆMI: Staðhæft er að bóluefnin séu ,,ofurvopn”. Og sjúkrahúsin nefnast ,,ofursjúkrahús”. Engu að síður eru þessi ofursjúkrahús greinilega að niðurlotum komin, þrátt fyrir að þjóðin er grá fyrir járnum með þessu ofurvopni. Jafnvel er verið að sprauta börnin í stórum stíl en það er ekki gert í nágrannalöndum okkar.

MEÐ ÖÐRUM ORÐUM er ljóst að skilgreiningin ,,ofur” stenst ekki skoðun. Hver sem er getur leitt getum að því  hvort það eru sjúkrahúsin eða bóluefnin eða hvort tveggja í senn. En allavega er ljóst að upplýsingamiðlun stjórnvalda til fólksins verðskuldar engan veginn skilgreininguna ,,ofur” - nema síður sé.

Ekstrabladet

Skildu eftir skilaboð