Lyfjastofnunin Evrópu (EMA)) sagði á blaðamannafundi á þriðudag að síendurteknir örvunarskammtar á fjögurra mánaða fresti gætu að lokum veikt ónæmissvörun og dregið kraft úr fólki. Þess í stað ættu ríki að láta lengri tíma líða á milli og tengja slíka örvunarskammta við upphaf kuldatímabils á hverjum stað í samræmi við það sem er gert vegna innflúensu.
Tilmæli stofnunarinnar kom fram á sama tíma og nokkur lönd eru að íhuga möguleikann á að bjóða fólki annan örvunarskammt í því skyni að veita frekari vörn gegn auknum omicron sýkingum.
Fyrr í þessum mánuði varð Ísrael fyrsta þjóðin til gefa annan örvunarskammt eða fjórðu sprautuna, til þeirra sem eru eldri en 60 ára. Bretland hefur sagt að örvunarskammtur veiti góða vernd og það sé engin þörf á öðrum örvunarskammti eins og staðan sé, en farið verði yfir gögn eftir því sem fram vindur.
„Hægt er að gefa örvunarskammt einu sinni, eða kannski tvisvar, en það er ekki eitthvað sem hægt verður að endurtaka aftur og aftur" sagði Marco Cavaleri, yfirmaður hjá stofnuninni.
Stofnunin tók einnig fram að það yrði í fyrsta lagi í apríl sem hún gæti samþykkt nýtt bóluefni sem miðað sé að ákveðnu afbrigði, þar sem ferlið til slíks tekur um þrjá til fjóra mánuði.
Sumir af stærstu bóluefnisframleiðendum heims hafa sagt að þeir séu að skoða það að framleiða bóluefni sem gæti miðast við ný afbrigði.
Sama dag og stofnunin hélt blaðamannafundinn lést ítalski forseti Evrópuþingsins, hinn 65 ára David Sassoli, sem var mikill baráttumaður fyrir bólusetningum. Það kom fram í frétt CNN að hann hafi látist vegna alvarlegrar truflunar í ónæmiskerfinu.
One Comment on “Lyfjastofnun Evrópu segir tíða örvunarskammta óæskilega – slæmt fyrir ónæmiskerfið”
Hefur fólk tekið eftir því að það er búið að taka aðra fjölmiðla úr sambandi! Antony Fauci verður grillaður eftir gögnin sem komu frá DARPA. Þá eigum við eftir að sjá rotturnar flýja sökkvandi skip. Skíturinn flýtur upp á yfirborðið í öllum löndum sem hafa tekið þátt í þessu glæpum gegn mannkyninu.