Hæstiréttur stöðvar skyldubólusetningu Bandaríkjaforseta

frettinErlentLeave a Comment

Hæstirétt­ur í Banda­ríkj­un­um hef­ur hafnað lög­mæti skyldubólusetningu Banda­ríkja­for­seta. Tilskipun forsetans  náði til allra fyrirtæki í landinu með 100 starfsmenn eða fleiri. Gengist starfsfólkið ekki undir bólusetningu  hefði það reglunum samkvæmt átt að fara vikulega í sýnatöku og vera með andlitsgrímur.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að tilskip­un­in gengi lengra en völd for­setans ná til.

Dómurinn samþykkti þó álit um að bólu­setn­ing­ar­skylda upp að ákveðnu marki fyr­ir starfs­menn op­in­berra heil­brigðis­stofn­ana gæti staðist lög.

Biden vonsvikinn - Trump fagnar

Forsetinn hafði lagt regl­un­ar til sem lið í bar­átt­unni við út­breiðslu kórunuveirunn­ar. Hann lýsti yfir vonbrigðum sínum með dóm Hæsta­réttar og segir hann hafa „stöðvað  regl­ur sem gætu bjargað lífi starfsfólks“.

„Ég kalla eft­ir að fleiri leiðtog­ar í at­vinnu­líf­inu sýni ábyrgð, rétt eins og einn þriðji af þeim  hundrað stærstu fyr­ir­tækj­um lands­ins hafa nú þegar gert, og geri Covid bólu­setn­ingu að skyldu innan fyrirtækisins til að vernda starfs­fólk og sam­fé­lagið allt.“

Fyrrverandi forseti, Donald Trump, fagnaði niðurstöðu dómstólsins og sagði að bólusetningarumboð „hefðu eyðilagt hagkerfið enn frekar“.

„Við erum stolt af Hæstarétti fyrir að hafa ekki gefið eftir,“ sagði hann í yfirlýsingu. ,,Engar skyldubólusetningar!"

BBC.

Skildu eftir skilaboð