Þann 20. desember sl. greindi bandaríska viðskiptatímaritið Forbes frá því að lyfjarisinn Pfizer hefði veðjað á kannabis í lækningaskyni þar sem í vikunni áður hafi Pfizer tilkynnt um kaup sín á öllu hutafé Arena Pharmaceuticals.
Arena Pharmaceuticals er líftæknifyrirtæki og sérhæfir sig meðal annars í líftæknilyfjum sem unnin eru úr kannabisplöntunni. Samningurinn hljóðaði upp á $6,7 milljarða.
Um fjórum vikum eftir tilkynningu Pfizer greindi Forbes síðan frá því að ný rannsókn sýndi fram á að efnasambönd í kannabisplöntunni virtust geta komið í veg fyrir sýkingu af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Rannsóknin var birt af vísindamönnum sem starfa við Oregon State háskólanum í Bandaríkjunum og ber hún heitið: “Cannabinoids Block Cellular Entry of SARS-CoV-2 and the Emerging Variants,” (Kannabisefni hindra inngöngu SARS-COV2 og nýrra afbrigða inn í frumur.)
Rannsakendur komust að því að tvö kannabissambönd sem venjulega finnast í hamp afbrigðum kannabisplöntunnar, CBGA og CBDA, geta tengst gaddapróteinum SARS-CoV-2 veirunnar sem veldur Covid-19. Með því að bindast gaddapróteinunum geta efnasamböndin komið í veg fyrir að vírusinn komist inn í frumur og valdið sýkingu. Þannig býður kannabis-plantan hugsanlega upp á nýjar leiðir til að koma í veg fyrir og meðhöndla Covid sjúkdóminn.
Burt séð frá mögulegum lækningamætti kannabisplöntunnar sem einhverjir myndu ekki telja sérstaklega nýjar fréttir, þá er eftirtektarvert að rannsókn um virkni kannabis gegn Covid skuli koma út svo skömmu efir yfirtöku Pfizer á Arena Pharmaceuticals.
Hér má síðan sjá verðþróun hlutabréfa Arena Pharmaceuticals síðustu 6 mánuði.