CNN breytti húðlit Joe Rogan í myndbandi þegar hann sagðist taka Ivermektín

frettinErlentLeave a Comment

Sjónvarpsstöðin CNN varð uppvís að því að birta falsfrétt með því að breyta húðlit þáttastjórnandans Joe Rogan eftir að hann sagðist vera að taka Ivermektín lyfið gegn Covid.

Rogan greindist með Covid fyrir stuttu og setti inn myndband þar sem hann upplýsir fólk um að hann sé á snemmmeðferð sem m.a inniheldur Ivermektín og ýmis vítamín eins og einnig er orðið þekkt hér á landi.

Athygli vekur að CNN breytir húðlit Rogan á þann veg að þáttastjórnandinn verður gráleitur og veiklulegur í andliti, og virðist þetta gert til að villa um fyrir fólki og láta að því liggja að kraftaverkalyfið Ivermektín sé hættulegt.

Til að bæta gráu ofan á svart kallar CNN lyfið einnig ,,ormalyf fyrir hesta, en flestir sem þekkja til og hafa kynnt sér málið vita að Ivermektín er fjölverkandi lyf sem hefur verið notað með frábærum árangri á yfir 4 milljarða manna síðan á áttunda áratug síðustu aldar.

Uppfinningamaðurinn fékk einnig Nóbelsverðlaun fyrir að finna upp kraftaverkalyfið og er það eitt af þremur lyfjum á sérstökum lista WHO fyrir nauðsynleg lyf með framúrskarandi virkni og hefur bjargað mörgum mannslífum ásamt Pensilíni og Aspiríni.

Færslu Rogan á Instagram má sjá hér að neðan.


Image

Skildu eftir skilaboð