Herforingi og utanríkisráðherrar greinast með Covid – allir fengið sprautur

frettinErlentLeave a Comment

Yfirmaður herráðs Bandaríkjanna, hershöfðinginn Mike Milley, greindist með Covid síðastliðinn sunnudag og finnur fyrir lítilsháttar einkennum.

Samkvæmt Daily Mail kom fram hjá talsmanni að Mike Milley hefði fengið tvær sprautur og örvunarskammt.

Fyrr í mánuðinum greindist varnamálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, einnig með Covid-19 og er hann kominn aftur til vinnu.

Utanríkisráðherra og aðstoðar utanríkiráðherra Vatíkansins með Covid

Þá var sagt frá því í The Times of Israel  að æðsti stjórnarerindreki Vatíkansins og ráðgjafi Frans páfa, Pietro Parolin kardínáli, hefði greinst með Covid.

Hinn 67 ára gamli kardínáli, sem er utanríkisráðherra Vatíkansins, er annar valdamesti maður Vatíkansins, næst á eftir páfanum.

Parolin er nú í einangrun og sýnir aðeins „væg einkenni,“ sagði Matteo Bruni, talsmaður Vatíkansins.

Þá hefur erkibiskup Venesúela, Edgar Pena Parra, sem titlaður er aðstoðarutanríkisráðherra Vatíkansins, einnig greinst með Covid en hann var einkennalaus, sagði talsmaðurinn.

Bæði Parolin og Parra höfðu verið bólusettir.

Frans páfi, sem er 85 ára hefur einnig verið bólusettur, hittir Parolin kardínála oft en hann er talinn vera hægri hönd páfa.

Skildu eftir skilaboð