Spænska heilbrigðisráðuneytið vill að núverandi sjötta bylgja kórónuveirufarald-ursins í landinu verði sú síðasta sem stjórnað verður eins og gert hefur hingað til.
Heilbrigðisráðherra landsins, Carolina Darias, sagði á miðvikudaginn við frétta-menn EL PAÍS að Spánn væri eitt af mest bólusettustu ríkjunum og með afbrigði eins og omicron sem virðist mun vægari en þau fyrri, væri nauðsynlegt að taka upp nýtt Covid eftirlitskerfi. Ráðherrann sagði jafnframt að Spánn myndi leitast við að taka forystu í þessari umræðu á alþjóðavísu.
Eins og EL PAÍS greindi frá á mánudaginn eru starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins og sóttvarnastofnunar Spánar að leggja lokahönd á tilraunaáætlun til að fylgjast með veikindunum eins og gert hefur verið um árabil með inflúensuna, í gegnum tengslanet lækna sem geta greint frá því hvernig veiran breiðist út.
Samkvæmt þessari áætlun yrðu ekki lengur gerðar prófanir á hverju tilfelli fyrir sig heldur yrðu tölur og gögn áætluð út frá marktæku úrtaki þjóðarinnar.
2 Comments on “Spánn vill meðhöndla Covid eins og flensu – leitast eftir að leiða umræðuna á alþjóðavísu”
Frábær árangur enda Spánverjar duglegir að mæta í bólusetningu.
Spánn að átta sig á að þrátt fyrir bólusetningar heldur ómikrón áfram að breiðast út eins og flensa og ætla sér að meðhöndla það sem slíka!!!