Atcho með gollurshússbólgu – vill umræðu um aukaverkanir hjá ungu og hraustu fólki

frettinErlentLeave a Comment

Sarah Atcho er önnur svissneska hlaupakonan í þessum mánuði sem hefur greinst með hjartasjúkdóm eftir COVID bólusetningu.

Þann 6. janúar tilkynnti svissneski maraþonmethafinn og ólympíuíþróttakonan Fabienne Schlumpf að hún hefði greinst með hjartavöðvabólgu eftir örvunar-skammt.

Sarah Atcho birti fréttirnar opinberlega á mánudaginn í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún sagði:

FRÉTTIR! FRÉTTIR!

,,Augljóslega eins og þið vitið, þá er ég að reyna að vera eins opin og ég get en það er mikilvægara núna en nokkru sinni fyrr. Þann 22. desember fékk ég örvun-arbólusetningu þar sem ég vildi ekki berjast við þetta þegar tímabilið byrjaði. Mér var sagt að það væri öruggara að fá Pfizer (þó ég hafi fengið Moderna áður) til að forðast aukaverkanir á hjarta.

Þann 27. desember fann ég fyrir þyngslum í brjósti og fór að svimaði þegar gekk upp tröppur. Þetta gerðist nokkrum sinnum aftur þar til ég ákvað að fara til hjarta-læknis sem greindi mig með gollurshússbólgu (bólga í þunnu himnunni sem umlykur hjartað).

Núna má ég ekki, í nokkrar vikur,  láta hjartsláttinn hækka til að leyfa hjartanu að hvílast og læknast af bólgunni. Ég er enn að gera allt sem ég get með þjálfara-num mínum til að halda vöðvum virkum og hann stendur sig FRÁBÆRLEGA, takk @patsaile !!

Ég verð að viðurkenna að ég er í uppnámi vegna stöðunnar þar sem við tölum ekki nóg um aukaverkanirnar. Mér finnst ég vera hjálparvana þar sem ég hef enga stjórn á þessu… Ég er ánægð með að bóluefnið hafi hjálpað til við að koma í veg fyrir mörg dauðsföll og draga úr álagi á sjúkrahúsin og starfsfólk sjúkrahúsanna, en ég er svekkt yfir því að ég sem og annað ungt og heilbrigt fólk skuli þjást af þessum miklu aukaverkunum.

Ég vona að þið skiljið hvers vegna það er mikilvægt fyrir mig að deila þessu, ég mun halda ykkur uppfærðum um framvindu mála, látið mig vita ef þið eruð að ganga í gegnum það sama, við skulum hjálpa hvert öðru!“

Atcho, sem er ein hraðasta spretthlaupakona Sviss keppti á sumarólympíu-leikunum 2016 í Ríó sem og á heimsmeistaramótinu í London 2017. Þessi 26 ára spretthlaupakona var í 4 x 100 metra boðhlaupssveitinni sem valin var lið ársins á svissnesku íþróttaverðlaununum 2019.

Boðhlaupssveitin hljóp á ótrúlegum tíma eða 42,53 sek. í IAAF Diamond
League árið 2017 og sló þar með svissneska landsmetið.

Facebook færsla Atcho.

Skildu eftir skilaboð