Af hverju kom Víðir í veg fyrir að þjóðin fengi svör við spurningu Arnþrúðar?

frettinPistlar2 Comments

Á upplýsingafundi Almannavarna í gær, 19. janúar, vakti það athygli að Víðir Reynisson greip inn í samskipti milli Þórólfs sóttvarnalæknis og Arnþrúðar Karlsdóttur frá Útvarpi Sögu.  

Arnþrúður hafði vísað til samninganna um bóluefnin og vildi fyrst fá svör við því hvers vegna ekki var ákveðið að fara þá leið að segja þjóðinni frá því að hún væri að taka þátt í lyfjatilraun og spurði svo hvenær fjórða sprautan kæmi.

Þórólfur sagðist ekki kannast við að um lyfjatilraun væri að ræða og vísað til rannsókna og tilrauna án þess þó að nefna hverjar þær væru, hver hefði gert þær og hvernig þær hefðu komið út. Þá sagðist hann ekki vera aðili að samningnum um bóluefnin og gæti því ekki sannreynt það að þar stæði að um lyfjatilraun væri að ræða eins og Arnþrúður hefði haldið fram. Virtist Þórólfur því ekki útiloka að þetta gæti verið rétt hjá Arnþrúði.  

Þá vísaði Þórólfur til markaðsleyfis frá Lyfjastofnun, en minntist aldrei á að það væri skilyrt markaðsleyfi. Þá mátti skilja á orðum Þórólfs að tilgangurinn helgaði meðalið þegar kæmi að notkun lyfjanna þegar hann fór a vísa til hættulegs sjúkdóms og heimsfaraldurs sem ástæðu notkunarinnar.

Ekki minntist Þórólfur á þann skaða sem lyfin hafa valdið þúsundum hér á landi og hvort hann væri í samræmi við niðurstöður þeirra tilrauna og prófana sem hann vísaði til á undan. Þórólfur svaraði engu varðandi fjórðu sprautuna.

Vegna svars Þórólfs spurði Arnþrúður hann næst að því hvort það hefði verið rangt hjá Willum Þór heilbrigðisráherra að lyfjatilrauninni lyki ekki fyrr en 2026.  

Í svarinu kom Þórólfur sér hjá því að svara spurningunni með því að fara að ræða það hvort honum sjálfum væri kunnugt um orð ráðherrans, þó spurningin væri ekki um það.

Þórólfur sagðist ekki kannast við orð ráðherra, sem hann kallaði ,,einhver“ í svari sínu til Arnþrúðar.  Þórólfur benti síðan Arnþrúði á ,,að spyrja hann að því sjálfan.“ Svar Þórólfs verður að teljast mjög undarlegt því Þórólfur ætti að geta svarað því hvort tilrauninni ljúki árið 2026 eða ekki, en um það var spurningin. Þá sat fulltrúi hans, Kamilla, fund velferðarnefndar Alþingis og vafalaust er Þórólfi vel kunnugt um hvað fram kom hjá ráðherra á fundinum.

Þegar Arnþrúður sagði í framhaldi af þessu að vísindasiðanefnd hefði vísað alfarið á Þórólf greip Víðir lögregluþjónn inn í og stöðvaði samtalið. Kom Víðir þannig í veg fyrir að þjóðin fengi svör um það hvort ráðherra hefði sagt ósatt eða ekki um tímamörk lyfjatilraunarinnar.

 
Til að hver geti dæmt fyrir sig um það sem þeim fór á milli er samtalið skrifað upp hér fyrir neðan og í spilaranum byrjar Arnþrúður að spyrja þegar tíminn er 30:18, sjá hérna.

A: Já komið þið sæl. Ég er með spurningu til Þórólfs og mig langar að spyrja þig Þórólfur að í samningnum um bóluefnin kemur fram að hér sé um lyfjatilraun að ræða sem verði ekki lokið fyrr en árið 2024. Heilbrigðisráðherra Willum Þór sagði á fundi velferðarnefndar um daginn að þessu yrði ekki lokið fyrr en 2026, af hverju hafið þið ekki valið að fara þá leið að segja þjóðinni frá því að hún væri að taka þátt í lyfjatilraun, hvenær til dæmis kemur fjórða sprautan?

Þ: Ég veit ekki alveg hvað þú ert að vísa til með lyfjatilraun það er Lyfjastofnun sem gefur markaðsleyfi fyrir notkun lyfjanna að undangn.. undangengnum rannsóknum og tilraunum og..og þeim tilrr.. þeim tilraunum og rannsóknum þá byggir Lyfjastofnun markaðsleyfi sitt til þess að nota lyfið fyrir alla þannig að ég er ekki aðili að þessum samningi og ég get ekki sannreynt það... það sem þú ert að halda fram ... að hér sé um ... að þar standi að hér sé um lyfjatilraun að ræða og ég svona vil draga það bara í efa þetta er ekki lyfjatilraun þetta er... við erum að nota lyf sem hefur verið rannsakað til að koma í veg fyrir ákveðinn sjúkdóm mjög hættulegan sjúkdóm hér er um heimsfaraldur að ræða og..og ég tel að búið sé að uppfylla allar kröfur til lyfja og bóluefna sem við getum gert í..í slíku ástandi.

A: En er það þá rangt hjá heilbrigðisráðherra að þessu ljúki ekki fyrr en 2026 sem hann fullyrti við velferðarnefnd Alþingis núna fyrir nokkrum dögum?

Þ: Ja ég ætla ekkert að fara að ræða um eitthvað sem að .. eitthvað sem að þú sem þú fullyrðir að einhver hafi sagt ég hef ekki heyrt það og ég veit það ekki það er best að þú  spyrjir hann að því sjálfan.

A: Nei, vísindasiðanefnd vísar alfarið á þig Þórólfur ....

V: (grípur inn í og stoppar umræðuna) Takk fyrir það Arnþrúður, við höfum ekki tíma eins og fram kom fyrir fundinn þá er bara ein spurning á mann, takk fyrir þínar spurningar Arnþrúður.

2 Comments on “Af hverju kom Víðir í veg fyrir að þjóðin fengi svör við spurningu Arnþrúðar?”

 1. Það er með ólíkindum að Sóttvarnarlæknir okkar íslendinga skuli ekki vita neitt um samning Ríkisstjórnar um kaup á TILRAUNALYFJUM sem honum er ætlað að setja í alla íslendinga.

  Ég er næstum handviss um að hann hafi verið að ljúga í beinni útsendingu um að hann viti ekkert um þessa lyfjatilraun sem á að taka enda 2026.

  Þarna fór maðurinn algerlega með traust sitt sem þjóðin hefur borið til hans.

 2. Það virðist vera að honum sé slétt sama um allt nema það eitt að koma bóluefninu í alla burt séð hvort efnin séu örugg né hefi vörn alltaf þegar hann er spurður út í neikvæðar hliðar bólusetninga kannast hann ekki bið neitt ? Hvers vegna kannast hann ekki við neitt af því ?

  Á hann ekki að vera meðvitaður um hætturnar sem af lyfjum stafa?

  Af hverju bara ein spurning á svona mikilvægum upplýsinga fundi ?

  Viðkvæmt að sannleikurinn er að koma fram og fólk er að verða upplýst um svik þessa fólks gegn þjóðinni – eða?

Skildu eftir skilaboð