Fjármálaráðherra Ísraels vill leggja niður bóluefnapassa – ,,engin rök fyrir honum“

frettinErlentLeave a Comment

Fjármálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, sagði á þriðjudag að hann vildi binda enda á svonefnt "Green Pass" kerfi í landinu.

„Ég er að vinna með öllum aðilum að því að leggja niður ,,græna passann" og viðhalda eðlilegri rútínu fyrir okkur öll.“

„Það eru engin læknisfræðileg eða faraldsfræðileg rök fyrir passanum og margir sérfræðingar eru því sammála,“ skrifaði fjármálaráðherrann á Twitter.

„Málið er að þetta er bara beinn skaði fyrir atvinnulífið, daglega starfsemi og auk þess ýtir þetta verulega undir hræðslu meðal almennings. Ég er að vinna að því með öllum sem að málinu koma að leggja niður passann og viðhalda eðlilegri rútínu fyrir okkur öll.“

Hinn svonefndi ,,græni passi“ á að vera sönnun þess að handhafi hans sé bólusettur fyrir Covid, hafi náð bata eftir sýkingu eða nýlega fengið neikvætt úr sýnatöku.

Heimild i24news


Skildu eftir skilaboð