Landlæknisembættið svari fyrir stór­fellda og skyndi­lega breyt­ingu á áður út­gefn­um gögn­um

frettinPistlar2 Comments

Eft­ir Þor­stein Sig­laugs­son hagfræðing, greinin birtist í Morgunblaðinu 20.01.22 og á bloggsíðu hans:
Furðulegt háttalag hlutfalls um nótt

„Hvað gæti rétt­lætt svo stór­fellda og skyndi­lega breyt­ingu á áður út­gefn­um gögn­um?“


Skömmu fyr­ir jól tók smit­hlut­fall eft­ir fjölda bólu­efna­skammta að taka stór­stíg­um breyt­ing­um hér­lend­is sam­fara því að hið nýja ómikron-af­brigði kór­ónu­veirunn­ar fór að ná yf­ir­hönd­inni. Und­ir lok árs­ins var svo komið að 14 daga ný­gengi smita meðal tví­bólu­settra hafði sjö­fald­ast og var orðið tvö­falt á við óbólu­setta, en meðal þríbólu­settra hafði ný­gengi ell­efufald­ast.

Þess­ar upp­lýs­ing­ar komust í dreif­ingu um og upp úr ára­mót­um og vöktu at­hygli margra. Hinn 7. janú­ar birt­ist til­kynn­ing á covid.is um að upp­færslu gagna á vefn­um yrði hætt tíma­bundið meðan hann væri end­ur­skipu­lagður. Dag­inn eft­ir birti ég grein í Morg­un­blaðinu þar sem fjallað var um þessa þróun. Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir brást við sam­dæg­urs með pistli á covid.is sem fjöl­miðlar fjölluðu einnig um. Sagði hann kerf­is­bundna skekkju í töl­un­um; marg­ir sem væru skráðir til heim­il­is á Íslandi byggju í raun ekki á land­inu, hefðu verið bólu­sett­ir er­lend­is en væru skráðir óbólu­sett­ir hér. Því væri ekki hægt að draga þá álykt­un sem gögn­in studdu greini­lega við.

Rök­um sótt­varna­lækn­is er auðvelt að hrinda með ein­föld­um hug­ar­reikn­ingi. Í grein í Morg­un­blaðinu þriðju­dag­inn 11. janú­ar benti ég á að til að skýr­ing hans stæðist hefði hann þurft að ofáætla fjölda óbólu­settra um 90% til að smit­hlut­fall þeirra næði smit­hlut­falli tví­bólu­settra. Slíkt of­mat á stærð hóps­ins væri afar ósenni­legt.

Það var loks að morgni 13. janú­ar sem aft­ur mátti sjá gögn um smit­hlut­föll hópa á vefn­um covid.is. Einn hæng­ur var þó á: Meðan 14 daga ný­gengi tví- og þríbólu­settra full­orðinna og barna var nærri óbreytt hafði ný­gengi óbólu­settra tekið óút­skýrt stökk þá um nótt­ina. Frá og með 27. des­em­ber voru gögn­in gjör­breytt. Þann dag hafði hlut­fallið hækkað um 4%, um 11% dag­inn eft­ir, síðan um 12%, 14%, 15% og endaði í 20% hækk­un hinn 4. janú­ar!

Hvað gæti rétt­lætt svo stór­fellda og skyndi­lega breyt­ingu á áður út­gefn­um gögn­um? Annaðhvort hefði stór hóp­ur óbólu­setts fólks þurft að hverfa spor­laust síðari hluta des­em­ber­mánaðar, eða mik­ill fjöldi smita, öll meðal óbólu­settra, hefði þurft að finn­ast eft­ir á. En eng­ar slík­ar skýr­ing­ar hafa komið fram.

Þessi skyndi­lega og veiga­mikla breyt­ing op­in­berra gagna á sér stað strax í kjöl­far þess að gögn­in taka að sýna þróun sem er í beinni mót­sögn við sí­end­ur­tekn­ar full­yrðing­ar sótt­varna­lækn­is. Er hér um mis­tök að ræða, eða á breyt­ing­in sér aðra skýr­ingu? Þessu hygg ég að Land­læknisembættið þurfi að svara.

2 Comments on “Landlæknisembættið svari fyrir stór­fellda og skyndi­lega breyt­ingu á áður út­gefn­um gögn­um”

  1. Góðar ábendingar þessarar greinar.
    Spurningin sem ætti að skipta okkur almenning mestu máli er.
    Hvort er það mikilvægara fyrir persónur í sóttvarnarmálum að hafi og hafa haft rétt fyrir sér, eða að nota reynslu og gögn til að komast að hinu rétta?

    Ég geri að flestir heilbrigðir einstaklingar vilji hið síðarnefnda en miðað við viðbrögð sóttvarnarlæknis allt frá upphafi faraldurs og ekki síst nú upp á síðkastið bendir flest til þess að hið fyrrnefnda sé það sem skiptir HANN mestu máli. Dæmi hver fyrir sig.

    Fólk sem sem þarf að hafa rétt fyrir sér er ekki hæft í almannaþjónustu og ef slíkt fólk hefur mikil völd að þá getur það beinlínis orðið þjóðfélaginu hættulegt.

Skildu eftir skilaboð