Páll Vilhjálmsson blaðamaður og kennari skrifar.
Í landinu er trúfrelsi. Maður getur staðið utan þjóðkirkjunnar. En það er ekki hægt að standa utan RÚV. Allir lögaldra Íslendingar eru krafðir um nefskatt sem rennur í hirslur RÚV.
Það má velja sér trúfélag, eða standa utan þeirra, en það er skylduaðild að RÚV.
Þegar skattgreiðendur voru skyldaðir að greiða útvarpsgjald var ekki vinnandi vegur að stofna ljósvakamiðil án aðkomu ríkissjóðs. Í dag er hægt að reka stafrænan miðil í bílskúr. Engin rök eru fyrir RÚV. Aftur standa mörg rök gegn ríkismiðli sem heftir frelsi borgaranna að velja sér fjölmiðil.
Skylduaðild að RÚV er mannréttindabrot.
2 Comments on “RÚV-gjald er mannréttindabrot”
Ég ætla mér ekki að borga útvarpsgjaldið lengur…..hef ekki kveikt á rúv í um tíu ár er ekki einusinni með loftnets tengingu þar sem ég er til húsa
Ég hef verið á Íslandi síðan 2000. Ég horfði á íslenskt sjónvarp fyrstu 3 árin. Síðan þá hef ég ekki íslenskt sjónvarp og samt borgum við hjónin. Einu sinni hringdi ég í RUV og spurði hvers vegna við borgum fyrir eitthvað sem við notum ekki. Svarið var að allir borga og ég get beðið um tvbox í fyrirtækinu þar sem ég er með internet og svo getum við haft íslenskt sjónvarp. En þú þarft að borga mánaðarlega fyrir þetta tvbox. Ég hef ekki heyrt að í nokkru landi þurfi að borga tvöfalt fyrir almenningssjónvarp.