Frelsi í stað valdbeitinga – ,,látum ekki einsýna lækna villa okkur sýn”

frettinPistlar1 Comment

Eft­ir Jón Stein­ar Gunn­laugs­son lögmann. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22.01.2022.

Frelsi í stað valdbeitinga

„Hér er allt of miklu fórnað fyr­ir lítið. Per­sónu­legt frelsi með ábyrgð telst til þeirra lífs­hátta sem við vilj­um viðhafa. Lát­um ekki ein­sýna lækna villa okk­ur sýn.“

Nú hef­ur legið fyr­ir um hríð að smit af kór­ónu­veirunni verða nær ein­göngu af því af­brigði sem nefnt hef­ur verið Ómíkron. Þar með ligg­ur fyr­ir að vel yfir 99% af þeim sem smit­ast verða lítt eða ekki veik. Samt er haldið áfram að skerða frelsi manna í stór­um stíl. At­vinnu­fyr­ir­tækj­um er lokað og ein­stak­ling­um er bannað að fara út úr húsi. Þetta er allt sam­an full­frískt fólk sem stjórn­völd segj­ast beita þessu valdi til að forðast út­breiðslu smits. Beitt er hræðslu­áróðri til að halda þess­um stjórn­tök­um uppi. Talað er um að „hópsmit“ sé yf­ir­vof­andi, án þess að gera grein fyr­ir hætt­unni sem af því á að stafa. Það er eins og sum­ir lækn­ar telji sjálfsagt að beita menn þessu valdi. Þeir viti bet­ur en sauðsvart­ur almúg­inn hvað hon­um er fyr­ir bestu. Samt eru það göm­ul og ný sann­indi að bestu varðmenn hags­muna ein­stak­linga eru þeir sjálf­ir.

Eins og bent hef­ur verið á, er ekki nein þörf á að beita þess­um brögðum til að hindra út­breiðslu smits­ins. Ein­fald­lega vegna þess að lít­il sem eng­in áhætta fylg­ir því að smit­ast. Kannski er bara best að sem flest­ir smit­ist af veirunni sem nú orðið má telja sak­lausa. Þannig hlýt­ur svo­nefnt hjarðónæmi að nást fyrr en ella.

Múgs­efj­un­in sem stjórn­ar þessu er ekki bara ráðandi hér á landi. Við sjá­um að á Evr­ópu­mót­inu í hand­bolta er leik­mönn­um, sem hafa smit­ast, skipað að halda sig inni á hót­eli og bannað að taka þátt í kapp­leikj­un­um, þó að þeir séu full­frísk­ir. Má segja að mótið hafi verið eyðilagt með þess­um furðulegu hátt­um. Höf­um við Íslend­ing­ar ekki farið var­hluta af þessu.

Hér er allt of miklu fórnað fyr­ir lítið. Per­sónu­legt frelsi með ábyrgð telst til þeirra lífs­hátta sem við vilj­um viðhafa. Lát­um ekki ein­sýna lækna villa okk­ur sýn. Kannski eru þeir bara að búa til stöðu sem þeir telja að þrýsti á um hærri fram­lög úr rík­is­sjóði (les: frá skatt­greiðend­um) til Land­spít­al­ans? Hlust­um frek­ar á þá virðing­ar­verðu starfs­bræður þeirra sem vilja ekki taka þátt í þessu of­ríki og mæla með aflétt­ingu vald­beit­ing­ar­inn­ar.

One Comment on “Frelsi í stað valdbeitinga – ,,látum ekki einsýna lækna villa okkur sýn””

  1. Sjúkir embættismenn láta ekki af hendi það vald sem þeim hefur verið gefið. Það þarf að taka það frá þeim.

    Sóttvarnarlæknir hefur sýnt öll einkenni þess að kunna ekki að fara með vald og hvað þá að draga sig sjálfviljugur í hlé þegar allt annað fólk sem enn hefur til að bera heilbrigða skynsemi sér að sérstakra aðgerða sé ekki þörf.

    Áslaug Arna er eini ráðherra ríkistjórnarinnar sem virðist hafa dug og þor til að fara gegn geðrofi samfélagsins og segja upphátt að nú sé nóg komið.
    Hvenær ætla aðrir í ríkisstjórn að þora stíga upp með Áslaugu og og binda enda á þessa martröð, eða trúa þau ennþá á Grýlu sem allir sem það vilja vita er skáldskapur notaður til að hræða börn til hlýðni?

Skildu eftir skilaboð