Bretland: Yfir 90% fólks sem hefur látist vegna Covid var með undirliggjandi sjúkdóma

frettinErlentLeave a Comment

Innan við 10% fólks sem látist hefur vegna Covid í Bretlandi var ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma svo vitað væri.

Tölur frá Hagstofu Bretlands (ONS) hafa leitt í ljós að frá ársbyrjun árs 2020 til þriðja ársfjórðungs 2021, voru aðeins 17.371 einstaklingar af 175.256 sem létust vegna Covid ekki með undirliggjandi sjúkdóma sem vitað var af.

Tæplega 80% eða 13.597 af þessum 17.371 einstaklingum voru eldri en 65 ára og því voru aðeins 3.774 undir 65 ára aldri.

Til samanburðar má nefna að meðalfjöldi dauðsfalla af völdum flensu á hverju ári í Bretlandi er á bilinu 10.000 til 25.000, en íbúafjöldi Bretlands er um 68 milljónir.

Árið 2020 voru sjúkrahús í Bretlandi sökuð um að ýkja fjölda sjúkrahúsinnlagna vegna Covid með því að telja með sjúklinga sem höfðu mælst með Covid eftir að þeir voru lagðir inn af öðrum ástæðum.

Í göngum sem láku út frá Heilbrigðisþjónustu ríkissins (NHS) í Englandi  staðfestu þetta því þau sýndu að aðeins 44% þeirra sjúklinga voru sagðir inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid höfðu verið með Covid þegar  þeir voru lagðir inn.

Heimild

Skildu eftir skilaboð