Dómstóll ógildir bólusetningaskyldu fyrir alríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum

frettinErlentLeave a Comment

Alríkisdómari stöðvaði á föstudag tilskipun Biden Bandaríkjaforseta um að allir alríkisstarfsmenn yrðu að vera bólusettir vegna Covid til að halda vinnunni. Sagði dómarinn að forsetinn hafði farið út fyrir valdmörk sín og gildir ákvörðun dómstólsins fyrir allt landið.

Niðurstaða dómstólsins kemur í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar frá í síðustu viku þar sem rétturinn ógilti tilskipun Bidens um að starfsmenn fyrirtækja með yfir 100 starfsmenn yrðu að vera bólusettir.

Dómarinn sagði að þurfa að velja á milli þess að missa vinnunna eða að láta bólusetja sig jafnaðist á við óbætanlegan skaða fyrir starfsmanninn. Starfsmaður nyti ekki fullnægjandi réttarverndar þegar hann stæði frammi fyrir því að þurfa, til að halda vinnunni, að velja á milli þess að brjóta gegn lagalega vafasamri tilskipun um skyldubólusetningu eða samþykkja óæskilega læknisaðgerð sem ekki er hægt að afturkalla.

Heimild: THE UNITED STATES DISTRICT COURT FOR THE SOUTHERN DISTRICT OF TEXAS GALVESTON DIVISION

Skildu eftir skilaboð